Steven Gerrard vill stöðva United
Steven Gerrard sagði í viðtali að hann vilji ólmur stöðva titilsókn Manchester United nú um helgina. United eru með níu stiga forskot á toppi deildarinnar og geta aukið þann mun enn frekar ef þeir verða fyrsta liðið til að vinna leik á Anfield í deildinni síðan Chelsea sigraði Liverpool í október 2005.
Steven Gerrard segir að sigur gegn United á Anfield gæti haft úrslitaáhrif á það hvernig kapphlaupið um titilinn endar.
,,Þeir munu koma hingað á Anfield í leit að þremur stigum því það mun nánast gulltryggja sigur þeirra í deildinni," sagði fyrirliðinn. ,,Við verðum að tryggja það að stigin þrjú verði okkar til að reyna að halda kapphlaupinu um titilinn lifandi eins lengi og hægt er. Þetta er ekki búið ennþá og þess vegna er þetta stórleikur fyrir bæði lið."
,,Það er sárt að viðurkenna það en þeir hafa verið að spila mjög góðan sóknarbolta á þessu tímabili. Það er einnig mjög erfitt að sigra þá því þeir eru með mjög góða varnarmenn. Rígurinn á milli liðanna hefur vaxið ár frá ári og fjölmiðlar eru duglegir að blása leikinn upp. Sem leikmaður þá eru þetta leikirnir sem maður vill taka þátt í."
,,Maður verður var við alla stríðnina sem er í gangi á milli stuðningsmannana sem sýnir að menn eru áfjáðir í að ná í þrjú stig. Ef við getum skilað góðri frammistöðu og réttum úrslitum þá gefur það okkur öllum aukið sjálfstraust fyrir leikinn gegn Barcelona. Það er synd að það er ekki meira í húfi fyrir okkur varðandi kapphlaupið um titilinn. Við verðum að horfa á öll stigin sem töpuðust í byrjun tímabilsins sem ástæðu fyrir því. Þess vegna er bilið svona mikið. Það eina sem við getum gert er að halda áfram."
Steven bætti við að lokum: ,,Það er gríðarstór vika framundan þar sem bæði United og Barcelona eru að koma í heimsókn en við verðum að hugsa um eitt í einu. Við náum aldrei fram úrslitum gegn United ef við erum ekki 100% einbeittir á verkefnið. Þetta er spennandi vika til að búa sig undir en það mikilvæga er að ná réttum úrslitum."
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni