Steve Finnan leikur sinn 400. deildarleik
Steve Finnan mun leika sinn 400. leik í deildarkeppni ef hann spilar í leiknum við Manchester United á laugardaginn.
Steve Finnan, sem er þrítugur, byrjaði feril sinn hjá Birmingham árið 1995 áður en hann gekk til liðs við Notts County, upprunalega á lánssamningi.
Fulham keypti hann svo árið 1998 og var honum strax tekið vel af stuðningsmönnum Lundúnaliðsins. Steve var keyptur til Liverpool af Gerard Houllier árið 2003. Það verður að segjast að eftir komuna til Liverpool hefur Finnan leikið nánast óaðfinnanlega og verið sá leikmaður sem hefur sýnt hvað mestan stöðugleika í leik sínum.
Steve Finnan hefur spilað 173 leiki fyrir Liverpool og skorað eitt mark fyrir félagið. Hann hefur leikið 44 landsleiki fyrir Íra.
-
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Newcastle -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Mohamed tryggði mikilvægan sigur! -
| Sf. Gutt
Öruggur sigur! -
| Sf. Gutt
Steven Gerrard hættur í Sádi Arabíu -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Léttur sigur! -
| Heimir Eyvindarson
Mætum við Henderson í Meistaradeildinni? -
| Heimir Eyvindarson
Bajcetic til Las Palmas -
| Heimir Eyvindarson
Nallo sló 27 ára gamalt met Michael Owen