Craig: Ég missti stjórn á mér
Allt frá því fréttir, um að það hefði slettst upp á vinskap þeirra Craig Bellamy og John Arne Riise í Portúgal, láku út hafa menn velt því fyrir sér hvað raunverulega átti sér stað. Craig hefur nú greint frá hvað gerðist þegar honum og John Arne Riise lenti saman í Portúgal.
"Þetta byrjaði þegar við vorum á karókíbar. Ég söng bara eitt lag, "Red, Red Wine" með UB40, Jerzy Dudek til heiðurs því hann var að drekka rauðvín. Margir strákanna vildu að John Arne myndi syngja því hann hafði ekki mætt í kvöldmatinn. Ég reyndi það líka en án árangurs. Mér var alveg sama hvort hann vildi syngja eða ekki en hann lét mig vita þegar ég settist niður að hann væri ósáttur við þessa hegðun mína.
Það varð ekki mikið fjaðrafok útaf þessu á veitingastaðnum en þegar ég kom aftur á hótelið með Steve Finnan, sem var herbergisfélagi minn, missti ég stjórn á mér í nokkrar sekúndur gagnvart "Ginger" og sagði honum að skamma mig ekki fyrir framan leikmennina aftur. Þetta var allt og sumt. Ég vildi ræða þetta við hann í einrúmi. John hefur tekið þessu mjög vel. Strax næsta morgun vorum við sáttir saman á æfingu. Það er ekkert vandamál í gangi á milli okkar".
Nú hefur komið í ljós, sem margir voru búnir að átta sig á. Það er að atvikið margumtalaða var langt frá því eins alvarlegt og sumir fjölmiðlar hafa haldið fram. Til dæmis féllu íslenskir fjölmiðlar í þá gryfju að lýsa því sem fast að því hrottalegri líkamsárás. Craig sagði eftir leikinn við Barcelona að hann hefði ekki leikið leikinn ef atvikið hefði verið eins alvarlegt og sumir fjölmiðlar sögðu. Meira þarf ekki að segja!
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!