Crouch frestar aðgerð
Peter Crouch hefur ákveðið að fresta nauðsynlegri nefaðgerð til þess að geta tekið þátt í leikjunum gegn Manchester United og Barcelona.
Crouch nefbrotnaði illa gegn Sheffield United síðastliðinn laugardag. Hann getur tekið þátt í leiknum á morgun en finnur greinilega fyrir óþægindum útaf brotinu.
,,Crouchy æfir og augljóslega vill hann spila í báðum þessum leikjum," sagði Rafa Benítez.
,,Eftir Barcelona leikinn mun hann hitta skurðlækni sem gæti sent hann í aðgerð. Ef það verður raunin verður hann missir hann líklega af tíu eða tólf leikjum. Sem stendur er hann tilbúinn að bíða með aðgerðina sem eru góðar fréttir því það þýðir að ég get notað hann í þessum leikjum."
Sögusagnir hafa verið uppi um það að Benítez muni forgangsraða hlutunum í næstu tveim leikjum og hugsanlega ekki stilla upp sínu sterkasta liði gegn United. Benítez neitar þeim sögusögnum alfarið.
,,Það mikilvæga fyrir okkur núna er að einbeita okkur að Manchester United," sagði hann. ,,Við munum ekki vera með hugann við leikinn gegn Barcelona því báðir leikir eru mjög mikilvægir fyrir okkur."
,,Þetta er ekki staða þar sem ég get sagt að ég telji annan leikinn mikilvægari en hinn. Stundum koma stundir þar sem maður hugsar um að hvíla leikmenn en það er ekki í þessu tilfelli."
,,Sem stjóri þá hugsa ég um hvaða leikmenn henta fyrir hvern leik. Til dæmis, gegn sumum liðum skiptir hraði miklu máli og þá vel ég að nota Bellamy en í öðrum leikjum skiptir máli að nýta hæðina í sókninni og þá nota ég Crouch. Ég er að velta fyrir mér þessum ákvörðunum núna."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!