| Grétar Magnússon

Kom á óvart að vera valinn í liðið

Alvaro Arbeloa segist hafa verið mjög hissa á því að hafa verið valinn í byrjunarliðið gegn Barcelona á Nývangi í fyrri leik liðanna.

Enginn stjóri hefur beðið Arbeloa um að spila vinstri bakvörð áður en eftir á að hyggja telur Arbeloa þetta hafa verið snilldartaktík hjá Benítez.

,,Sannleikurinn er sá að ég var mjög hissa þegar Rafa Benítez valdi mig í byrjunarliðið, og til þess að verjast Lionel Messi, en ég var alls ekkert taugaóstyrkur," sagði Arbeloa.

,,Það var ennþá meira áfall að sjá að ég átti að spila vinstri bakvörð vegna þess að þetta er staða sem ég hef varla spilað á mínum ferli.  Ég spilaði stöku sinnum sem vinstri kantmaður þegar ég var í unglingaliðum Real Madrid."

,,Ég var ánægður með að halda Messi niðri en það var ekki bara mér að þakka heldur líka liðsfélögum mínum.  Stjórinn hafði líka hárrétt fyrir sér vegna þess að hann sagði mér að Messi myndi alltaf reyna að komast innfyrir mig og þar með spila sig inná hægri fótinn, sem er minn sterkari fótur."

,,Maður þarf alltaf að vera mjög nálægt Messi því hann er gæðaleikmaður og hann getur valdið skaða.  Ef hann fær of mikið pláss þá mun hann nota hraðann til að jarða mann.  Ég held að það traust sem stjórinn sýndi mér hafi veitt mér innblástur.  Hlutirnir geta varla verið betri.  Ég hef aðeins verið hérna í nokkrar vikur en mér finnst ég strax vera orðinn hluti af félaginu og ég er ánægður."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan