Í hnotskurn
Ásættanleg úrslit í Hollandi. Liverpool hélt markinu hreinu í fyrsta sinn á leiktíðinni. Þetta er leikur Liverpool og PSV Eindhoven í hnotskurn.
- PSV Eindhoven var stofnað árið 1913.
- Gælunafn félagsins er Bændurnir.
- PSV Eindhoven varð hollenskur meistari í 19. sinn á síðustu leiktíð.
- Liðið vann Evrópubikarinn árið 1988 eftir að vinna Benfica 6:5 í vítaspyrnukeppni. Ronald Koeman, núverandi þjálfari PSV, varð Evrópumeistari. Hann varð svo Evrópumeistari með Barcelona 1992.
- PSV vann Evrópukeppni félagsliða 1978.
- Þetta er ellefta leiktíð PSV í Meistaradeildinni.
- Rafael Benítez tefldi fram tveimur Hollendingum í Hollandi. Boudewijn Zenden og Dirk Kuyt fengu að leika í heimalandi sínu.
- Boudewijn spilaði þarna gegn liðinu sem hann hóf knattspyrnuferil sinn hjá í Hollandi.
- Jan Kromkamp spilaði gegn Liverpool aðeins tólf dögum eftir að hann yfirgaf félagið. Hann hóf leiktíðina hjá Liverpool en var seldur til PSV í lok ágúst.
- Jan lék 18 leiki með Liverpool. Hann nýtti tíma sinn hjá Liverpool vel því hann vann F.A. bikarinn á meðan hann staldraði við á Englandi.
Jákvætt:-) Liverpool náði stigi á erfiðum útivelli og í fyrsta sinn á leiktíðinni náði liðið að halda markinu hreinu. Liðið lék í heildina séð vel.
Neikvætt:-( Það var sárt að sjá skotið hjá Steven Gerrard hafna í stönginni á síðustu mínútu leiksins.
Þrír bestu leikmenn Liverpool samkvæmt Liverpoolfc.tv:
1. Daniel Agger. Mjög yfirvegaður leikur hjá danska landsliðsmanninum. Daniel braut margar sóknir á bak aftur og lék mjög vel við hliðina á Jamie Carragher.
2. Dirk Kuyt. Lék mjög vel í sínum fyrsta leik í byrjunarliði Liverpool. Dirk leiddi sóknina vel og var óheppinn að skora ekki eftir magnað einstaklingsframtak í síðari hálfleiknum.
3. Stephen Warnock. Kom í stöðu vinstri bakvarðar eftir meiðsli og lék vel. Eins og venjulega lagði hann sig allan fram fyrir liðið.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!