Í hnotskurn
Rán á Anfield Road. Einn ósanngjörnustu úrslit í manna minnum. Þetta er leikur Liverpool og Manchester United í hnotskurn.
- Þetta var 148. leikur liðanna í efstu deild.
- Ryan Giggs lék sinn 700. leik með Manchester United.
- Aðeins Bobby Charlton hefur leikið fleiri leiki en Ryan Giggs. Bobby lék 752 leiki með Manchester United.
- Fyrri deildarleikur liðanna í haust var sá 500. sem Paul Scholes lék með Rauðu djöflunum.
- Fyrir þennan leik hafði Liverpool leikið 30 deildarleiki í röð á Anfield Road án taps.
- Liðið hafði heldur ekki fengið á sig mark í deildinni á Anfield Road frá því í október.
- Rafael Benítez hefur enn ekki tekist að leiða Liverpool til sigurs á Manchester United í deildarleik. Þetta var sjötti deildarleikur liðanna á valdatíð Rafael.
- Liverpool hefur aðeins skorað eitt mark í þessum sex leikjum. Það mark skoraði einmitt John O´Shea þegar Liverpool tapaði 2:1 á Old Trafford haustið 2004! Ef minnið hefur ekki brugðist þá hélt John með Liverpool á sínum yngri árum!
- Rafel hefur reyndar einu sinni stýrt Liverpool til sigurs gegn Manchester United. Það var í F.A. bikarnum á síðustu leiktíð þegar Liverpool vann 1:0 með marki Peter Crouch.
- Stærsti heimasigur Liverpool á Machester United kom í október 1895. Reyndar hét Manchester United Newton Heath á þeim árum. Liverpool vann þá 7:1. Það væri nú gaman að slá það met við tækifæri!
Jákvætt:-) Liverpool lék mjög vel í leiknum og verðskuldaði að vinna sigur. Í raun var þetta einn besti leikur liðsins á leiktíðinni.
Neikvætt:-( Það var sárgrætilegt að horfa upp á Manchester United ræna sigrinum á síðustu stundu. Það var ömurlegt að endir var bundinn á 30 deildarleiki án taps á Anfield Road á þennan hátt. Liverpool náði ekki að nota eitthvað af þeim færum sem liðið fékk og því fór sem fór. Þetta er vandi sem hefur hamlað því að liðið er ekki með fleiri stig á þessari leiktíð.
Þrír bestu leikmenn Liverpool samkvæmt Liverpoolfc.tv:
1. Jamie Carragher. Hann var alveg frábær. Jamie braut nokkrar sóknir frábærleg á bak aftur og verðskuldaði ekki að vera í tapliði.
2. Craig Bellamy. Hann var líflegur í sókninni og kom Vidic oft í vandræði með hraða sínum.
3. Steven Gerrard. Vann mjög vel fyrir liðið og átti nokkrar magnaðar tæklingar.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni