Í hnotskurn
Fjórða deildartapið í röð á útivelli leit dagsins ljós. Liverpool hefur ekki skorað mark í þeim leikjum. Þetta er leikur Liverpool og Manchester United í hnotskurn.
- Fyrir leikinn var þess minnst að hálf öld er liðin frá því Bobby Charlton lék sinn fyrsta leik með Manchester United.
- Af því tilefni komu nokkrir fyrrum leikmenn liðanna fram á völlinn. Þeir áttu það sameiginlegt að spila með eða á móti Bobby á ferli hans.
- Bobby veitti svo Paul Scholes viðurkenningu fyrir leikinn en þetta var 500. leikur hans með Manchester United.
- Steven Gerrard spilaði sinn 350. leik með Liverpool.
- Þetta var 147. viðureign liðanna í efstu deild.
- Þetta var fjórða tap Liverpool í röð í deildinni á útivelli. Liðið hefur ekki skorað mark í þeim leikjum.
- Annað er uppi á teningnum í Evrópuleikjum. Liverpool hefur leikið þrjá útileiki í Evrópukeppni, þar sem af er leiktíðar, og ekki tapað neinum!
Jákvætt:-) Liverpool byrjaði leikinn vel og spilaði nokkuð vel fram að því að Manchester United náði forystu.
Neikvætt:-( Enn eitt tapið á útivelli og markaþurrðin á útivöllum heldur áfram. Leikmenn liðsins náðu sér aldrei á strik aftur eftir að hafa lent undir. Það hefur gjarnan gerst í útileikjunum sem liðið hefur tapað á þessari leiktíð.
Þrír bestu leikmenn Liverpool samkvæmt Liverpoolfc.tv:
1. Momo Sissoko. Lagði hart að sér á miðjunni og átti nokkrar góðar tæklingar. Það var harður dómur þegar Graham Poll bókaði hann.
2. Steven Gerrard. Reyndi sitt besta til að drífa menn sína áfram en því miður dugði það skammt því leikmenn Liverpool léku ekki vel.
3. Jose Reina. Varði nokkrum sinnum vel frá Luis Saha.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni