| AB

Alvaro Arbeloa hefur staðið sig með sóma

Rafa Benítez er hæstánægður með framgöngu Álvaro Arbeloa gegn Barcelona í Meistaradeildinni og skyldi engan undra.

Það er ljóst að það var ekki heiglum hent að spila fyrsta leik sinn í byrjunarliðinu fyrir Liverpool á Nou Camp í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar gegn Evrópumeisturum Barcelona.

Álvaro Arbeloa lék gegn Barcelona fyrr á tímabilinu í 1-1 jafntefli 4. nóvember á heimavelli Deportivo og stóð sig mjög vel. Rafa stillti hægri bakverðinum upp vinstra megin í vörninni til höfuðs Lionel Messi sem leitar jafnframt inná vörnina á "rangan" fót bakvarðarins. Hinum réttfætta Arbeloa reyndist það ekki vera vandamál. Hann stóð sig með sóma í heima- og útileiknum gegn Barca.

Benítez hafði eftirfarandi að segja um Arbeloa: "Það er ekki auðvelt fyrir nýjan leikmann að aðlagast nýju landi þar sem maður kann ekki tungumálið. Það er merki þess hversu góður leikmaður er ef hann stendur sig strax vel með liðinu. Kuyt féll strax inn í leik liðsins og sama gildir um Arbeloa. Hann lék vel gegn Barcelona. Það mun hjálpa sjálfstrausti hans og honum mun vegna enn betur hjá Liverpool."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan