| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Þetta er fyrsti deildarleikur Liverpool í hálfan mánuð. Liverpool seig niður í fjórða sæti núna í vikunni og nú dugar ekkert annað en að hrista af sér slenið í deildinni. Liverpool hefur sem sagt ekki unnið nema einn af síðustu fjórum deildarleikjum. Það dugar ekki því enn er engin trygging fyrir því að Liverpool endi í einu af sætunum fjórum sem gefa kost á keppni í Meistaradeild á næstu leiktíð.

Það ætti þó að vera góður andi í herbúðum Liverpool eftir að hafa slegið Evrópumeistarana út úr Meistaradeildinni á dögunum. Í þeim leik, líkt og síðasta deildarleik, kom þó helsti veikleiki Liverpool í ljós. Oft á tíðum á þessari leiktíð hefur liðinu ekki tekist að færa sér yfirburði og fjölda marktækifæra í nyt. Liðsmenn þurfa að skila fleiri mörkum. Skytturnar komust upp fyrir Liverpool nú fyrr í vikunni með því að vinna sigur á Villa Park. Þeim dugði eitt mark. Bikarmeisturunum gæti líka dugað eitt mark til sigurs en vonandi skora þeir nokkur að þessu sinni. Peter Crouch er markahæstur leikmanna Liverpool á þessari leiktíð. Hann verður ekki með vegna aðgerðar sem hann fór í vegna nefbrots. Aðrir fá tækifæri á að draga á hann í næstu leikjum hvað markaskorun varðar.

Aston Villa v Liverpool

Liverpool hefur gengið vel á Villa Park í gegnum tíðina. Í þetta sinn gæti Liverpool þó þurft að sætta sig við jafntefli. Aston Villa þarf bæði að spila við Arsenal og Liverpool á heimvelli á fimm dögum. Liðið var nokkuð óheppið að ná ekki einhverju út úr leiknum við Skytturnar. Ég held að Martin O´Neill muni hafa nokkuð góðu liði á að skipa á næstu leiktíð.

Úrskurður: Aston Villa v Liverpool. 1:1.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan