Lee Peltier lánaður til Hull City
Það er þónokkuð mikið um lánssamninga um þessar mundir og ungir leikmenn Liverpool eru eftirsóttir. Lee Peltier hefur verið lánaður til Hull City til loka tímabilsins.
Um er að ræða svokallaðan neyðarlánssamning því í raun er lokað fyrir félagaskipti á Englandi en lið geta þó fengið til sín leikmenn að láni ef um algera neyð er að ræða.
Það er óskandi að Lee Peltier, sem hefur leikið fjóra leiki með aðalliði Liverpool, fái smá leikreynslu hjá Tígrunum það sem eftir er tímabilsins en Hull eru í 19. sæti næst efstu deildar á Englandi. Með þeim spila fyrrum leikmenn Liverpool, þeir Nicky Barmby og John Welsh, einnig má þar finna gamla brýnið Ray Parlour.
Þess má geta í framhjáhlaupi að John Welsh meiddist illa á dögunum og leikur ekki meira með Hull á leiktíðinni. Hann hefur ekki átt fast sæti í liðinu á leiktíðinni en var búinn að spila síðustu leiki áður en hann meiddist. Meiðslin komu því á versta tíma.
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna