Deildin skiptir mestu
Þrátt fyrir gott gengi í Meistaradeildinni þá telur Rafael Benítez mestu skipta að Liverpool nái að tryggja sér góða stöðu í deildinni. Hann vill að sínir menn einbeiti sér að því að tryggja sér eitt af fjórum efstu sætunum í Úrvalsdeildinni. Þau sæti gefa rétt á því að komast í Meistaradeildina.
"Við höfum staðið okkur vel í því því að komast í átta liða úrslita í Meistaradeildinni. En við vitum líka hversu miklu skiptir fyrir okkur að halda okkur í einu af fjörum efstu sætunum í deildinni.Við höfum lagt hart að okkur alla leiktíðina til að ná að vera í einu af fjórum efstu sætunum. Sem stendur erum við þar og við ætlum okkur að halda stöðu okkar þar. Það eru margir mikilvægir leikir eftir í Úrvalsdeildinni. Ég tel að aðalmarkmið okkar sé enn að halda stöðu okkar meðal fjögra efstu liða. Við ætlum okkur líka að komast áfram í Meistaradeildinni. En þegar hver leiktíð hefst skiptir mestu að vera eins nærri toppi deildarinnar þegar henni lýkur. Það er enn að miklu að keppa."
Leikurinn gegn Aston Villa á morgun er mjög mikilvægur. Liverpool hefur ekki vegnað of vel í deildinni upp á síðkastið og liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu fjórum deildarleikjum sínu. Arsenal komst upp fyrir Liverpool á miðvikudagskvöldið og næstu lið eru ekki ýkja fjarri. Það verður að róa að því öllum árum að ná einu af sætunum fjórum sem mestu skipta.
-
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu