| Grétar Magnússon

Stigið það eina jákvæða

Rafael Benítez sagði eftir bragðdaufan leik gegn Aston Villa að það eina jákvæða sem hægt væri að segja um leikinn væri það að liðið náði sér í a.m.k. í eitt stig.

Benítez sagðist vonsvikinn með frammistöðu leikmanna sinna í Miðlöndunum en leikmenn áttu afar erfitt með að skapa sér marktækifæri.  Það var aðeins Robbie Fowler sem skapaði verulega hættu uppvið mark Villa manna en hann átti skalla undir lok leiksins sem Thomas Sörensen varði vel.

Nú munar 7 stigum á Liverpool og Bolton sem eru í 5. sæti deildarinnar.  Benítez viðurkennir að hann bjóst við því að ná sigri í leiknum.

,,Ég held að það eina jákvæða við leikinn er að við náðum í stig," sagði hann.  ,,Þegar maður spilar ekki vel og getur ekki unnið leikinn þá er mikilvægt að ná í stig."

,,Það er augljóst að þetta var ekki góður leikur og við náðum ekki að skapa okkur færi.  Við vildum byrja leikinn með því að keyra upp hraðann en það gerðist ekki."

,,Robbie skoraði næstum því í lokin en því miður gerðist það ekki.  Stundum þegar maður er ekki að spila vel þá þarf bara eitt færi til að vinna leikinn og Robbie var nálægt því."

,,Við ræddum saman fyrir leikinn um sigur og það var markmiðið okkar.  Við vissum að Bolton töpuðu sínum leik að við gætum náð 9 stiga forystu á þá ef við myndum vinna.  Við verðum að bíða til loka tímabilsins til að sjá hversu mikilvægt þetta stig er, en það er morgunljóst að þetta var ekki góður leikur og hvorugt liðið spilaði vel."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan