Steindautt jafntefli
Það var steindautt jafntefli á Villa Park í gær. Marktækifæri þau sem sköpuðust mátti telja á fingrum annarrar handar. Liverpool fékk þó besta færi leiksins. Það dugði þó ekki til sigurs og markaþurrð virðist vera skollin á.
Í upphafi virtist sem svo að leikmenn Liverpool ætluðu að spila hraðan sóknarleik því mikill krafur var í þeim. Á fjórðu mínútu fékk Liverpool dauðafæri. John Arne Riise sendi góða sendingu fyrir markið. Boltinn fór beint á Dirk Kuyt en hann skallaði óvaldaður yfir úr dauðafæri. Færið lofaði góðu en þetta reyndist eina færi Liverpool í fyrri hálfleik. Liverpool var heldur sterkari aðilinn í hálfleiknum en leikurinn þróaðst smá saman í algera deyfð. Í lok hálfleiksins vildu heimamenn fá vítaspyrnu þegar Steve Finnan sparkaði óvart í Stilian Petrov. Búlgarinn datt og það hefði vissulega mátt dæma víti.
Síðari hálfleikurinn var alveg jafn daufur og sá fyrri. Það var ekki fyrr en um miðjan hálfleikinn sem fyrsta færið kom en Steven Gerrard átti skot framhjá. Heimamenn hresstust örlítið þegar Patrik Berger kom inn á. Hann átt þrjú skot á lokakaflanum en ekkert hitti markið. Jermaien Pennant hafði góð áhrif á sóknarleik Liverpool eftir að hann kom inn á og áttu varnarmenn Villa í nokkrum vandræðum með hann. Robbie Fowler kom svo loksins inn á þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Hann skipti við Steven sem var meiddur. Reyndar hefði Robbie átt að vera kominn löngu inn á til að fríska upp í sókninni. Þetta sýndi sig á lokamínútunni þegar hann fékk besta færi leiksins. Jermaine braust upp að endamörkum hægra megin og gaf fyrir. Robbie skaut sér fram fyrir varnarmann og skallaði að marki. Boltinn stefndi neðst í markhornið en Tomas Sörensen varði meistaralega í horn með því skutla sér til vinstri. Þarna sást hvers vegna Robbie hefði átt að vera kominn fyrr til leiks. Steindautt jafntefli varð niðurstaðan.
Aston Villa: Sorensen, Bardsley, Mellberg, Cahill, Bouma, Petrov, McCann, Barry, Agbonlahor, Carew og Young (Berger 76. mín.). Ónotaðir varamenn: Taylor, Angel, Hughes og Maloney.
Gul spjöld: Stilian Petrov og John Carew.
Liverpool: Reina, Finnan, Carragher, Agger, Aurelio, Gerrard (Fowler 83. mín.), Mascherano, Sissoko (Alonso 59. mín.), Riise, Bellamy (Pennant 72. mín.) og Kuyt. Ónotaðir varamenn: Dudek og Hyypia.
Gul spjöld: Javier Mascherano, Craig Bellamy og Jermaine Pennant.
Áhorfendur á Villa Park: 42.551.
Maður leiksins: Jamie Carragher. Í leikjum sem Liverpool spilar ekki vel í má yfirleitt reiða sig á það að Jamie er besti maður leiksins. Það var svo sem ekki mikið að gera í vörninni en Jamie var alltaf mættur þegar þurfti að huga að sóknarmönnum heimamanna. Grimmdin og krafturinn í manninum er með ólíkindum.
Rafael Benítez var ekki ánægður eftir leikinn: "Það er augljóst að þetta var ekki góður leikur og við náðum ekki að skapa okkur marktækifæri. Við vildum byrja leikinn með því að keyra upp hraðann en það tókst ekki. Robbie skoraði næstum því í lokin en því miður kom ekkimark."
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni