| Theódór Ingi Ólafsson
TIL BAKA
Sissoko á enn í vandræðum með sjónina
Momo Sissoko á enn í vandræðum með hægra augað sem hann slasaðist á fyrir rúmu ári er hann fékk óviljaspark í andlitið í leik gegn Benfica. Sjónhimna augans skaddaðist.
Í viðtali við LFC Magazine sagði hann frá því að einstaka sinnum fyndi hann fyrir óþægindum í auganu.
“Augað er sæmilegt en samt ekki eins og það var áður. Ég á enn í erfiðleikum, sérstaklega þegar það er mikið sólskin.”
”Stundum fæ ég verk og get ekki séð almennilega þannig að ég þarf að vera með sólgleraugu þegar það er sól.”
”Í leiknum gegn Manchester United kom það fyrir að ég stóð fyrir utan vítateig þeirra og beið eftir boltanum.”
”Honum hafði verið sparkað hátt upp í loft og þegar hann kom niður fékk ég sólina í augun og sá hann því ekki almennilega.”
”Ég missti sjónar á honum í smástund og endaði svo á því að skjóta honum beint upp í loftið aftur þegar ég í raun hafi tíma til að ná stjórn á honum. Þetta er vandamál en það hendir samt sem áður ekki oft.”
Margir óttuðust að Momo myndi ekki spila aftur í kjölfar meiðslanna og hann sjálfur viðurkennir að vera þakklátur fyrir hvern þann leik sem hann spilar.
”Í það heila þá þarf ég að vera hamingjusamur einfaldlega vegna þess að ég get ennþá spilað fótbolta.”
”Ég finn það að ég hef komið langa leið frá því þegar fyrsti læknirinn sem ég hitti í Portúgal sagði mér að þetta væri sennilega endalokin á minni knattspyrnuiðkun. Ég segi því takk fyrir hvern þann dag sem ég næ að spila fótbolta.”
”Ég hugsaði um þetta fyrir Barcelona leikinn. Þá var ár liðið síðan ég meiddist gegn Benfica en ég bið bænir allan tímann. Ég bið fyrir framtíðinni og hverri mínútu á meðan hún endist.”
”Ég er sennilega heppinn. Og ef ég ber þessi meiðsli saman við eitthvað af þeirri eymd sem á sér stað í heiminum þá eru þau mjög lítilvægleg.”
Í viðtali við LFC Magazine sagði hann frá því að einstaka sinnum fyndi hann fyrir óþægindum í auganu.
“Augað er sæmilegt en samt ekki eins og það var áður. Ég á enn í erfiðleikum, sérstaklega þegar það er mikið sólskin.”
”Stundum fæ ég verk og get ekki séð almennilega þannig að ég þarf að vera með sólgleraugu þegar það er sól.”
”Í leiknum gegn Manchester United kom það fyrir að ég stóð fyrir utan vítateig þeirra og beið eftir boltanum.”
”Honum hafði verið sparkað hátt upp í loft og þegar hann kom niður fékk ég sólina í augun og sá hann því ekki almennilega.”
”Ég missti sjónar á honum í smástund og endaði svo á því að skjóta honum beint upp í loftið aftur þegar ég í raun hafi tíma til að ná stjórn á honum. Þetta er vandamál en það hendir samt sem áður ekki oft.”
Margir óttuðust að Momo myndi ekki spila aftur í kjölfar meiðslanna og hann sjálfur viðurkennir að vera þakklátur fyrir hvern þann leik sem hann spilar.
”Í það heila þá þarf ég að vera hamingjusamur einfaldlega vegna þess að ég get ennþá spilað fótbolta.”
”Ég finn það að ég hef komið langa leið frá því þegar fyrsti læknirinn sem ég hitti í Portúgal sagði mér að þetta væri sennilega endalokin á minni knattspyrnuiðkun. Ég segi því takk fyrir hvern þann dag sem ég næ að spila fótbolta.”
”Ég hugsaði um þetta fyrir Barcelona leikinn. Þá var ár liðið síðan ég meiddist gegn Benfica en ég bið bænir allan tímann. Ég bið fyrir framtíðinni og hverri mínútu á meðan hún endist.”
”Ég er sennilega heppinn. Og ef ég ber þessi meiðsli saman við eitthvað af þeirri eymd sem á sér stað í heiminum þá eru þau mjög lítilvægleg.”
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan