Í hnotskurn
Daufasti leikur þessarar leiktíðar og jafnvel fleiri leiktíða. Þetta er leikur Liverpool og Aston Villa í hnotskurn.
- Liverpool hefur vegnað mjög vel á Villa Park síðustu árin. Þar hefur Liverpool ekki tapað frá því á leiktíðinni 1997/98. Síðan hefur Liverpool unnið fimm leiki þar og gert þjú jafntefli.
- Liverpool hefur aðeins tapað einum af síðustu seytján leikjum gegn Aston Villa.
- Þetta var þrettánda jafntefli Aston Villa í deildinni. Ekkert lið hefur gert fleiri jafntefli á þessari leiktíð. Fulham hefur gert jafn mörg jafntefli.
- Aston Villa tapaði ekki leik í fyrstu níu deildarleikjum sínum. Liðið var síðast til að tapa í efstu deild.
- Fyrsti tapleikurinn kom á Anfield Road þegar Liverpool vann 3:1.
- Liverpool hefur nú ekki skorað í þremur leikjum í röð.
- Liverpool hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm deildarleikjum sínum.
Jákvætt:-) Vörn Liverpool var gríðarlega sterk og meðlimir hennar léku vel. Liverpool dró aðeins á Arsenal og færðist fjær liðunum sem næst koma. Þeir Jermaine Pennant og Robbie Fowler komu sterkir til leiks og sköpuðu meiri hættu þann tíma sem þeir voru á vellinum en allir aðrir.
Neikvætt:-( Sóknarleikur Liverpool var kraftlítill. Af hverju var Robbie ekki skipt fyrr inn á til að lífga upp á sóknina.
Þrír bestu leikmenn Liverpool samkvæmt Liverpoolfc.tv:
1. Daniel Agger. Tapaði varla skallaeigvígi og spilaði boltanum mjög vel.
2. Jamie Carragher. Stöðugleikinn holdi klæddur. Hann hafði betur í eigvígi sínu við John Carew sóknarmann Villa.
3. Steve Finnan. Herra Traustur. Steve leggur sig alltaf allan fram og er búinn að eiga framúrskarandi leiktíð.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni