| Sf. Gutt

Í hnotskurn

Daufasti leikur þessarar leiktíðar og jafnvel fleiri leiktíða. Þetta er leikur Liverpool og Aston Villa í hnotskurn.

- Liverpool hefur vegnað mjög vel á Villa Park síðustu árin. Þar hefur Liverpool ekki tapað frá því á leiktíðinni 1997/98. Síðan hefur Liverpool unnið fimm leiki þar og gert þjú jafntefli.

- Liverpool hefur aðeins tapað einum af síðustu seytján leikjum gegn Aston Villa.

- Þetta var þrettánda jafntefli Aston Villa í deildinni. Ekkert lið hefur gert fleiri jafntefli á þessari leiktíð. Fulham hefur gert jafn mörg jafntefli.

- Aston Villa tapaði ekki leik í fyrstu níu deildarleikjum sínum. Liðið var síðast til að tapa í efstu deild.

- Fyrsti tapleikurinn kom á Anfield Road þegar Liverpool vann 3:1.

- Liverpool hefur nú ekki skorað í þremur leikjum í röð.

- Liverpool hefur aðeins unnið einn af síðustu fimm deildarleikjum sínum.  

Jákvætt:-) Vörn Liverpool var gríðarlega sterk og meðlimir hennar léku vel. Liverpool dró aðeins á Arsenal og færðist fjær liðunum sem næst koma. Þeir Jermaine Pennant og Robbie Fowler komu sterkir til leiks og sköpuðu meiri hættu þann tíma sem þeir voru á vellinum en allir aðrir.

Neikvætt:-( Sóknarleikur Liverpool var kraftlítill. Af hverju var Robbie ekki skipt fyrr inn á til að lífga upp á sóknina.

Þrír bestu leikmenn Liverpool samkvæmt Liverpoolfc.tv:

1. Daniel Agger. Tapaði varla skallaeigvígi og spilaði boltanum mjög vel.

2. Jamie Carragher. Stöðugleikinn holdi klæddur. Hann hafði betur í eigvígi sínu við John Carew sóknarmann Villa.

3. Steve Finnan. Herra Traustur. Steve leggur sig alltaf allan fram og er búinn að eiga framúrskarandi leiktíð.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan