Mikjáll er að braggast
Heilagur Mikjáll er að braggast þó ekki sé hann orðinn leikfær. Hann gerir sér vonir um að geta spilað eitthvað áður en þessi sparktíð er öll. Michael Owen meiddist illa á hné í Heimsmeistarakeppninni í Þýskalandi þegar Englendingar léku gegn Svíum. Hann hefur ekki spilað knattspyrnu síðan. Hann þurfti að fara í aðgerð og nú er endurhæfing á lokastigi. Michael gerir sér jafnvel vonir um að leika með Newcastle United áður en þessi leiktíð úti.
Segja má að ferill Michel Owen hafi gengið brösuglega frá því hann ákvað að ganga til liðs við Newcastle United frá Real Madrid fyrir seytján milljónir sterlingspunda. Hann lék aðeins leikið ellefu deildarleiki með Skjórunum á síðustu leiktíð. Reyndar skoraði hann sjö mörk í þeim og það segir sína sögu um marksækni hans. Michael ristarbrotnaði á gamlársdag 2005 og rétt náði að verða leikfær fyrir Heimsmeistarakeppnina í Þýskalandi. Hann náði sér alls ekki á strik í henni og meiðsli bundu svo endi á þátttöku hans í henni. Það hefur sem sagt fátt gengið hjá Michael frá því hann kom heim til Englands síðsumars 2005. Það verður gaman að sjá hvort hann nær að spila eitthvað á þessari leiktíð.
Til gamans þá er hér tenging inn á opinbera heimasíðu Michael Owen. Á henni er að finna ýmsan fróðleik um kappann.
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!