Recreativo vill kaupa Sinama-Pongolle
Spænska liðið Recreativo, sem Florent Sinama-Pongolle er á láni hjá, hefur lýst yfir vilja sínum að kaupa leikmanninn unga eftir tímabilið.
Í samningi sem gerður var við spænska liðið hefur það möguleika á að kaupa Pongolle eftir tímabilið en hingað til hefur félagið sagt að það hafi ekki efni á honum.
Nú hefur sú staða breyst eftir að liðið hefur gengið frá sölu á tveim leikmönnum í sumar og segist nú hafa efni á Frakkanum unga. Pongolle hefur staðið sig mjög vel á þessu tímabili og hefur skorað 9 mörk í þeim 14 leikjum sem hann hefur byrjað inná í og liðið á möguleika á Evrópusæti þegar þetta er skrifað.
Líklegt er að verðmiðinn á Pongolle sé um fjórar milljónir punda.
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna