Djibril Cissé óvinsæll hjá áhorfendum í París
Djibril Cissé, leikmaður Liverpool, sem er nú í láni hjá Marseille, fékk óblíðar móttökur hjá aðdáendum franska landsliðsins í vináttulandsleiknum gegn Austurríki í gærkvöldi. Honum gekk ekki vel í leiknum og var skipt út af í hálfleik. Táningurinn Karim Benzema, lærisveinn Gerard Houllier hjá Lyon, kom inn fyrir Djibril og skoraði eina mark leiksins í sínum fyrsta landsleik.
Það var stöðugt baulað á Cissé á meðan hann var inná sem olli Raymond Domenech, landsliðsþjálfara Frakka, nokkrum heilabrotum: "Þeir hafa engan rétt á að baula á hann. Hann brennir af marktækifærum en hann leggur sig allan fram. Menn eru of grimmir við Djib. Hann er að jafna sig á langvarandi meiðslum. Við vitum hvernig það virkar. Fyrst mánuðinn er leikmaðurinn í sjöunda himni því hann getur spilað en síðan rekst hann á vegg og Djib er þannig ástatt fyrir um þessar mundir."
Óvinsældir Djibril í París má rekja til þess að hann kjálkabraut Mario Yelpes hjá Paris St Germain í febrúar og í kjölfarið var stöðugt baulað á hann þegar Frakkar töpuðu 1-0 fyrir Argentínumönnum skömmu síðar.
Djibril Cissé byrjaði vel hjá Marseille og skoraði í þriðja og fjórða leik sínum gegn Saint-Etienne og Rennes. Síðan þá hefur hann leikið átta leiki og skorað eitt mark í þeim. Forráðarmenn Liverpool vonast auðvitað eftir því að Djibril taki framförum og verði keyptur frá Liverpool í sumar.
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!