PSV eru hættulegir
Jamie Carragher veit að leikmenn PSV eru hættulegir og segir ekki koma til greina að vanmeta liðið þrátt fyrir að þá vanti sinn sterkasta varnarmann og öflugan sóknarmann.
Carragher bendir á að lið sem oft hafa verið talin veikari hafa náð árangri í Meistaradeildinni undanfarin ár. Lið eins og Porto, Monaco, PSV og jafnvel Liverpool hafa verið talin ólíkleg til að ná langt en öll þessi lið hafa komið á óvart. Porto unnu keppnina árið 2004 eftir sigur á Monaco og allir vita hvernig fór árið 2005 en þá komust PSV einmitt í undanúrslit keppninnar.
,,Við munum sýna PSV sömu virðingu og við sýndum Barcelona," sagði Carrager. ,,Ég veit að fólk hefur verið að segja að þetta hafi verið góður dráttur fyrir okkur en það kemur ekki til greina að við munum vanmeta lið PSV."
,,Hvernig er hægt að vanmeta lið sem hefur slegið út Arsenal ? Fyrir síðasta laugardag höfðu Arsenal slátrað okkur þrisvar sinnum á leiktíðinni og það sýnir hversu sterkir PSV eru."
,,Þeir eru lið sem virðist alltaf standa sig vel í Meistaradeildinni. Á hverju ári komast þeir langt. Ég man hversu nálægt því þeir voru að komast í úrslitaleikinn árið 2005. Ekkert lið vildi mæta þeim þá og það sýnir hversu hættulegir þeir eru, sérstaklega á heimavelli þar sem þeir ná ávallt góðum úrslitum."
,,Ég horfði á þá í síðustu umferð og það minnti mig á leikina gegn Benfica í fyrra. Þeir munu leitast eftir því að sigra 1-0 sem myndi gera okkur mjög erfitt fyrir á Anfield. Gleymum því ekki heldur að Ronald Koeman var stjóri Benfica í fyrra þegar við vorum slegnir út. Þeir sem segja að þetta verði ekki erfiðir leikir vita hreinlega ekki hvað þeir eru að tala um !"
,,Við vorum alltaf taldir minna liðið árið 2005, gegn Leverkusen, Juventus, Chelsea og Milan en þessi keppni hefur sýnt að orðsporið gefur manni ekkert. Þegar við sigruðum keppnina og Porto og Monaco komust í úrslit árið á undan sannaðist það að litlu liðin leggja oft meira á sig heldur en stóru liðin. Kannski erum við taldir sigurstranglegri núna en það hefur ekkert að segja þegar út í leikina er komið."
Rafa Benítez er sammála Carragher og bætti við að lokum: ,,Við skulum muna það að þegar við drógumst gegn Barcelona þá voru allir í Barcelona ánægðir. Við berum virðingu fyrir PSV og vitum að þetta verður erfitt en við höfum einnig sjálfstraustið í lagi."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!