Metmark hjá Steven Gerrard
Steven Gerrard skorar ekki með skalla á hverjum degi. Það var þó fleira merkilegt við markið sem hann skoraði gegn PSV Einhoven í gærkvöldi. Þetta var 15. markið sem Steven skorar í Evrópubikarnum. Fyrra metið var 14 mörk og átti Ian Rush það.
Steven Gerrard hefur nú skorað 19 Evrópumörk í allt fyrir Liverpool og er í þriðja sæti yfir markahæstu menn Liverpool í Evrópukeppni. Ian Rush er í öðru sæti með 19 mörk. Michael Owen hefur skorað flest Evrópumörk í sögu Liverpool eða 22. Í þeirri tölu eru mörk í öllum Evrópukeppnunum.
Steven Gerrard segist fara hjá sér við að hafa náð Evrópubikarmarkametinu af goðsögninni Ian Rush.
"Ef satt skal segja þá fer ég bara svolítið hjá mér. Ég hef horft á hann frá því ég var krakki og mig dreymdi aldrei um að ég myndi einhvern tíma slá eitt af metum hans. Ég hugsa að ég eigi ekki eftir að slá nein önnur met sem hann á. Ég er upp með mér en í raun skiptir þetta mig ekki miklu máli. Mestu skiptir að liðinu gangi vel."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!