Erum að toppa á réttum tíma
Steven Gerrard telur að liðið sé að toppa á réttum tíma í Meistaradeildinni en fátt getur nú komið í veg fyrir að liðið komist í undanúrslit Meistaradeildarinnar.
Gerrard telur að liðið sé í svipuðu formi og það var árið 2005: ,,Allir gátu séð að það var mikill munur á því hvernig við spiluðum núna og hvernig við spiluðum síðast á þessum velli. Við vorum mun óstöðugri sem lið þegar við mættum PSV hér síðast og lykilmenn voru ekki að spila sinn besta leik þá."
,,Ef maður ber þetta saman við leikinn í kvöld þá voru allir lykilmennirnir að spila vel, hvort sem það var Carragher, Reina eða Alonso."
,,Það sama gildir um mig. Ég var mjög pirraður yfir eigin frammistöðu í byrjun tímabilsins og mér fannst vanta ákveðna orku í minn leik. Mig vantaði einhvern neista líkamlega og andlega. En eftir jólin þá hef ég fundið þetta allt koma til baka. Ég er að æfa betur og vonandi er ég að toppa á réttum tíma vegna þess að það eru margir stórleikir framundan."
,,Við erum farnir að finna sömu tilfinningu og menn fundu fyrir tveim árum síðan en við erum ekki að byggja neinar skýjahallir. Það er ennþá mikil vinna eftir áður en við getum farið að huga að Aþenu."
,,En það er góð tilfinning að geta horft á leikina í kvöld afslappaðir og notið þess. Við munum hinsvegar ekki hugsa um undanúrslitin fyrr en seinni leikurinn er búinn."
,,Leikurinn í gærkvöldi var jafn erfiður og Barcelona leikurinn. Fyrir þann leik efuðust allir um okkur en núna var þessu öfugt farið og allir bjuggust við því að við myndum sigra. Það er ánægjulegt að sýna hvað í manni býr þegar pressan er á manni.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni