Mark spáir í spilin
Eftir að hafa tryggt sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar er aftur komið að því að því að leikmenn Liverpool þurfi að fara að vinna að því treysta stöðu stöðu liðsins í deildinni. Ferðalagið er stutt að þessu sinni. Haldið er í austur og áð í Manchester til að takast á við bláliða þeirrar borgar.
Bláliðar Manchester áttu erfitt uppdráttar á Þorra og Góu og voru sokknir óþægilega nærri fallsvæðinu þegar þeir náðu að spyrna sér upp á við. Þegar leið að páskum komst liðið í gang og nú má segja að falldraugurinn sé á bak og burt. Liverpool hefur unnið tvo síðustu deildarleiki og hefur náð að styrkja stöðuna í Meistaradeildarsætunum. Það þýðir þó ekkert að slaka á í þeim efnum. Skyttunum, sem voru komnar í þriðja sæti, hefur reyndar fatast flugið í síðustu leikjum en fyrir neðan þær eru lið sem eiga enn möguleika á sætum númer þrjú og fjögur. Liverpool má ekki missa sjónar á því markmiði að ná eins hátt og mögulegt er í deildarkeppninni. Auðvitað hugsa menn mikið til Evrópubikarsins um þessar mundir en það verður að halda strikinu á öðrum vígstöðvum líka.
Það er mikið um að vera í Liverpool þessa helgi því þar fara fram hinar margfrægu Grand National veðreiðar. Ekki er ólíklegt að einhverjir leikmenn Liverpool skreppi til Aintree í dag til að horfa á hesta hlaupa. Aðalhlaupið fer þó fram á morgun en þá hafa leikmenn Liverpool um annað að hugsa!
Manchester City v Liverpool
City hefur náð nokkrum mjög góðum úrslitum að undanförnu. Sigurinn gegn Fulham hefur svo gott sem komið liðinu af fallsvæðinu og það eru góð tíðindi fyrir menn þar á bæ. Liverpool er að spila mjög vel. Liðinu er reglulega breytt án þess að það komi niður á leik þess. Liðið hefur náð góðum árangri á Eastlands og þess vegna spái ég því sigri.
Úrskurður: Manchester City v Liverpool. 0:2.
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!