Í hnotskurn
Öruggur sigur Liverpool í Hollandi. Tvö félagsmet féllu í kaupbæti. Þetta er leikur Liverpool og PSV Eindhoven í hnotskurn.
- PSV Eindhoven var stofnað árið 1913.
- Gælunafn félagsins er Bændurnir.
- PSV Eindhoven varð hollenskur meistari í 19. sinn á síðustu leiktíð.
- Liðið vann Evrópubikarinn árið 1988 eftir að vinna Benfica 6:5 í vítaspyrnukeppni. Ronald Koeman, núverandi þjálfari PSV, varð Evrópumeistari. Hann varð svo Evrópumeistari með Barcelona 1992.
- PSV vann Evrópukeppni félagsliða 1978.
- Liverpool og PSV Eindhoven léku saman í þriðja sinn á leiktíðinni.
- Liðin voru saman í riðlakeppninni og drógust svo aftur saman í átta liða úrslitum.
- Liðin skildu jöfn án marka í Hollandi í riðlakeppninni. Liverpool vann seinni leikinn í riðlakeppninni 2:0 á Anfield Road. Þá skoruðu þeir Steven Gerrard og Peter Crouch. Þeir skoruðu því í annað sinn gegn PSV á þessari leiktíð.
- Steven Gerrard skoraði 15. Evrópubikarmark sitt og setti félagsmet. Ian Rush átti gamla metið sem var 14 mörk.
- Steven hefur nú skorað 19 Evrópumörk fyrir Liverpool. Aðeins Michael Owen hefur skorað fleiri eða 22.
- Jamie Carragher lék sinn 58. Evrópubikarleik og setti þar með félagsmet. Phil Neal átti gamla metið sem var 57 leikir.
- Jamie hefur alls leikið 88 Evrópuleiki. Aðeins Ian Callaghan hefur leikið fleiri Evrópuleiki fyrir Liverpool eða 89.
- Jan Kromkamp spilaði í þriðja sinn gegn Liverpool á þessari leiktíð.
- Jan lék einn leik með Liverpool áður en hann fór til PSV í lok ágúst.
- Jan lék 18 leiki með Liverpool. Hann nýtti tíma sinn hjá Liverpool vel því hann vann F.A. bikarinn á meðan hann staldraði við á Englandi.
- Stuðningsmenn Liverpool voru litríkir í Eindhoven eins og þeirra er von og vísa. Hér má sjá dæmi um listræna hæfileika þeirra.
Jákvætt:-) Liverpool vann stórsigur á útivelli. Liðið lék mjög vel og það verður varla beðið um betri niðurstöðu í leik í átta liða úrslitum í svona stórkeppni. Ætli forráðamenn West Ham United, hafi þeir horft á leikinn, velti því nú ekki fyrir sér af hverju Javier Mascherano var ekki talinn nógu góður í liðið þeirra.
Neikvætt:-( Meiðsli Fabio Aurellio voru það eina sem skyggði á sigurinn. Þau gátu ekki komið á verri tíma fyrir Brasilíumanninn.
Þrír bestu leikmenn Liverpool samkvæmt Liverpoolfc.tv:
1. Javier Mascherano. Stjórnaði miðjunni. Hann virðist vera að reynast snjöll kaup hjá Rafael Benítez. Það var frábær sending frá honum sem gaf Steve Finnan færi á að senda fyrirgjöf á Steven Gerrard sem skoraði fyrsta mark leiksins.
2. Steve Finnan. Enn einn framúrskarandi leikur hjá hægri bakverðinum sem er búinn að vera einn stöðugasti leikmaður liðsins á leiktíðinni.
3. Steven Gerrard. Setti félagsmet og skoraði hið mikilvæga fyrsta mark í leiknum. Verðugur arftaki gamla metsins hans Ian Rush.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni