Steve Finnan skrifar undir nýjan samning
Steven Finnan mun fljótlega skrifa undir nýjan samning ef marka má fréttir frá Liverpoolborg. Finnan verður samningslaus eftir ár og því er ekki seinna vænna en að klára nýjan samning.
Allra augu hafa beinst að endurnýjun samninga við þá Steven Gerrard, Jamie Carragher og Xabi Alonso svo einhverjir mikilvægir hlekkir séu nefndir. Það kemur ekki á óvart að Rafa Benítez vilji halda Steve Finnan hjá félaginu en hann hefur staðið sig óaðfinnanlega og sýnt hvað mestan stöðugleika af leikmönnum undanfarnar þrjár leiktíðir.
Finnan lýsti því yfir fyrir skömmu að hann vildi framlengja dvöl sína hjá félaginu og því ætti ekki aðeins nokkur formsatriði að vera ófrágengin.
Meira af samningsmálum því þeir George Gillet og Tom Hicks hafa sagst ætla að bjóða a.m.k. fjórum leikmönnum sem leika með unglingaliði félagsins nýjan samning eftir góða frammistöðu í FA unglingabikarkeppninni. Nokkrir leikmenn úr unglingaliðinu hafa þegar byrjað að æfa á Melwood og vilja nýju eigendurnir tryggja áframhaldandi veru þeirra.
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum