Rafael vill almennilegan leik sinna manna í kvöld
Rafael Benítez var ósáttur við daufan leik sinna manna í Manchester á laugardaginn. Hann vill að sínir menn sýni hvað í þeim býr gegn Middlesborough á síðasta kveldi þessa vetrar sem nú kveður senn.
"Leikurinn gegn Middlesbrough er mikilvægur og við verðum að sjá svo um að við náum þremur stigum úr honum. Við náðum stigi á útivelli gegn Manchester City á laugardaginn en ég varð fyrir miklum vonbrigðum með leik liðsins. Við hefðum átt að geta skorað þegar við réðum ferðinni í fyrri hálfleik. En við vorum slakir eftir leikhlé. Við eigum undanúrslitaleiki framundan gegn Chelsea í Meistaradeildinni en ég held að leikmenn mínir hafi ekki verið með hugann við annað. Við munum spjalla saman fyrir leikinn gegn Middlesbrough til að það sé klárt að allir séu einbeittir fyrir deildarleikina. Ég á von á því að liðið spili betur en síðast."
Liverpool nær þriðja sæti deildarinnar með sigri í kvöld en Arsenal skaust upp í það með sigri í gærkvöldi. Þeir Craig Bellamy, Fabio Aurelio, Harry Kewell og Sanz Luis Garcia eru þeir einu sem eru á meiðslalista Liverpool. Middlesborough eru enn strangt til tekið í fallhættu þó ekki sé hún yfirvofandi eins og er.
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna