Reynslan vegur þungt
Djimi Traore varð Evrópumeistari með Liverpool og man glöggt eftir viðureignunum gegn Chelsea í undanúrslitunum. Í leikslok á Anfield grétu menn á meðan aðrir fögnuðu sem aldrei fyrr. Traore lék 10 leiki af 15 í Meistaradeildinni þegar Liverpool vann Evrópubikarinn og var jafnan í byrjunarliðinu frá 8 liða úrslitunum gegn Juventus og alla leið til Istanbul.
"Stemmningin í undanúrslitaleiknum gegn Chelsea var sú besta sem ég varð vitni að á Anfield. Þetta var bilað kvöld - ótrúlegt. Við vörðumst mjög vel og ég man glöggt eftir því þegar sumir leikmanna Chelsea fóru að gráta eftir leikinn. Við fögnuðum enda ekki á hverjum degi sem maður kemst í úrslit Meistaradeildarinnar. Leikmenn Chelsea óskuðu mér velgengni. Ég skildi vel viðbrögð þeirra. Manni myndi líða eins ef maður tapaði í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þetta gæti orðið leikmönnum Chelsea hvatning.
Þetta verður jöfn viðureign en Liverpool hefur meiri reynslu af Evrópuleikjum en Chelsea því sumir leikmanna liðsins hafa leikið fleiri leiki í Meistaradeildinni og Evrópukeppni félagsliða og jafnvel unnið báða bikarana. Liverpool hefur leikmenn á borð við Steven Gerrard, Jamie Carragher, Sami Hyypia og Jerzy Dudek sem hafa þegar unnið til verðlauna í Evrópukeppni. Það gæti gert gæfumuninn.
Liverpool mun reyna að forðast að fá á sig mark á Stamford Bridge rétt eins og fyrir tveimur árum. Þegar komið verður til Anfield bíður Chelsea allt annar leikur. Ég vona að Liverpool vinni því ég er aðdáandi þeirra númer 1. Ég á enn fjölda vina þarna og óska Liverpool alls hins besta."
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!