Hungrið er til staðar
Rafael Benítez segir leikmenn sína jafn hungraða nú og þeir voru árið 2005 þegar sigur í Meistaradeildinni vannst. Benítez telur að Liverpool muni geta byggt árangrinum sem náðst hefur um ókomin ár.
Benítez segir liðsmenn sína vel hæfa um að vinna Evrópubikarinn í sjötta skiptið og byggja þannig upp arfleið velgengni í Englandi sem og í Evrópu.
,,Ég tel að nútíðin hjá Liverpool sé mjög góð og framtíðin gæti verið enn betri. Ég get vottað það að leikmennirnir eru jafn hungraðir núna eftir velgengni og þeir voru árið 2005."
,,Við vitum að þetta verður mjög erfitt gegn Chelsea, en við höfum mikið sjálfstraust nú sem og um ókomin ár."
Liðið hélt til London í morgun og bárust þær fréttir að Steve Finnan væri búinn að ná sér af smávægilegum hálsmeiðslum sem hafa haldið honum útúr liðinu í undanförnum tveim leikjum.
Aðal höfuðverkurinn fyrir Benítez er hvernig hann mun geta notað Steven Gerrard sem best. Gerrard hefur spilað hægra megin á miðjunni áður gegn Chelsea en erfitt getur verið að líta framhjá góðri frammistöðu Jermaine Pennant undanfarið. Ekki er ólíklegt að Gerrard verði notaður sem framliggjandi miðjumaður fyrir aftan Dirk Kuyt.
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum