Carragher mun jafna Evrópumet Callaghan!
Jamie Carragher mun jafna Evrópumet Ian Callaghan á morgun gegn Chelsea á Stamford Bridge. Hann mun þá leika 89. Evrópuleik sinn fyrir Liverpool. Þetta er ótrúlegt afrek hjá þessum mikla varnarjaxli.
Ian Callaghan er stoltur af því að deila Evrópuleikjametinu með Carragher sem mun að öllum líkindum komast upp fyrir hann í seinni undanúrslitaleiknum á Anfield ef hann er heill heilsu: "Ég er ánægður fyrir hönd Jamie og ég er ánægður með að góður strákur og sannur herramaður eins og hann verði handhafi Evrópumetsins. Hann er fyrirtaksdæmi um leikmann sem gefur sig í hvern einasta leik og það er möguleiki á að hann verði búinn að leika 100 leiki í Evrópukeppni á næsta tímabili. Hann er Herra Áreiðanlegur og hann er fyrstur á blað í hverri viku. Hann er frábær leikmaður."
Ítarleg grein um hvert tímabil sem Carragher hefur leikið í Evrópukeppni og tölfræði sem sýnir svart á hvítu hversu mikilvægur hann er Liverpool í Evrópukeppninni er hér á LFChistory.net.
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum