| Sf. Gutt

Í hnotskurn

Fyrirliðinn sá um að veturinn endaði vel. Hann fór fyrir sínu liði með tveimur mörkum sem tryggðu sigur. Þetta er leikur Liverpool og Middlesborough í hnotskurn.

- Þetta er 65. leiktíðin sem Liverpool og Middlesborugh hafa gengið á hólm.

- Fyrir leikinn var einnar mínútu þögn til minningar um þá 96 stuðningsmenn Liverpool sem létust í harmleiknum á Hillsborough árið 1989. Það er hefð að minnast þeirra á þeim heimaleik Liverpool sem leikinn er næst 15. apríl ár hvert.

- Þetta var 55. sigur Liverpool á Middlesborough.

- Liverpool hefur gengið frekar vel gegn Middlesborough á síðustu leiktíðum. Liverpool hefur aðeins tapað sex af síðustu 38 deildarleikjum liðanna. 

- Liverpool vann 2:0 heimasigur á Boro aðra leiktíðina í röð. Á síðustu leiktíð skoraði líka sami maður bæði mörk Liverpool. Þar var að verki Fernando Morientes.

- Liverpool hefur nú leikið sjö leiki í röð án taps.

- Í þeim leikjum hefur Jose Reina aðeins fengið tvö mörk á sig.

- Jermaine Pennant lék sinn 150. deildarleik á ferlinum.

- Boudewijn Zenden lék gegn sínum gömlu félögum. Hann varð Deildarbikarmeistari með Middlesborough 2004. Hann skoraði úr vítaspyrnu þegar Boro vann Bolton 2:1 í úrslitum.

- Abel Xavier, fyrrum leikmaður Liverpool, er á mála hjá Boro. Hann kom þó ekki við sögu í þessum leik.

- Steven Gerrard skoraði bæði mörk Liverpool. Hann er nú búinn að skora ellefu mörk á þessari leiktíð.

Jákvætt:-) Liverpool endaði veturinn vel með öruggum sigri og komst þar með aftur upp í þriðja sætið í deildinni. Leikmenn liðsins sýndu mikla yfirvegun og eftir að fyrsta markið kom var ekki spurning um úrslit leiksins.

Neikvætt:-( Leikur Liverpool var dauflegur í fyrri hálfleik en leikmenn liðsins bættu úr því eftir leikhlé. Það hefði mátt leyfa öllum varamönnunum að koma inn um leið og sigurinn var kominn í höfn.

Þrír bestu leikmenn Liverpool samkvæmt Liverpoolfc.tv:

1. Steven Gerrard. Skoraði hið mikilvæga fyrsta mark eftir að hafa tekið frábæra rispu. Innsiglaði svo stigin þrjú með því að skora af öryggi úr vítaspyrnu fyrir framan The Kop.

2. Jermaine Pennant. Lék frábærlega á hægri vængnum og ógnaði vörn Middlesbrough á afláts.

3. Javier Mascherano. Hann var eins og grimmur hundur á miðjunni. Hann átti frábærar tæklingar og átti mjög góða samvinnu við Steven Gerrard. 

 

 

 

 



 



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan