Ég vil verða goðsögn
Steven Gerrard þráir að lyfta Evrópubikarnum í annað skiptið og taka sér sess á meðal frægustu leikmanna Liverpool.
"Við unnum Evrópubikarinn fyrir tveimur árum og sumir hafa gert lítið úr því afreki. Sumir segja að við höfðum heppnina með okkur en því er víðs fjarri. Við höfum sýnt undanfarin þrjú ár að við erum mjög öflugir í Evrópukeppninni og lið sem allir óttast. Ef við vinnum Evrópubikarinn aftur á þessu ári verður okkur minnst í sögu Liverpool. Við verðum frábært lið, ekki bara gott lið. Það knýr mig og hina leikmennina áfram.
Mig langar að verða minnst sem fyrirliðans sem lyfti Evrópubikarnum tvisvar eða jafnvel oftar. Mig langar að skipa mér á sess með goðsögnum eins og Hughes, Thompson, Souness, Neal og Dalglish. Við munum gefa alla orku okkar í leikinn í kvöld því við viljum lyfta bikarnum á ný."
Gerrard hugsar meira um metorð með félagi sínu en bankareikninginn sinn þegar hann leggst á koddann á kvöldin: "Það hljómar kannski innantómt að tala um drauma sína og þau verðlaun sem standa manni til boða þegar knattspyrnumenn geta þénað ógrynni fjár en verðlaunapeningarnir sem ég á heima eru mér verðmætari en aukanúll á bankareikningum. Ég mun aldrei gleyma því þegar ég lyfti Evrópubikarnum. Fólk sér knattspyrnumenn fyrir sér keyra flotta bíla, lifa í vellystingum og baða sig í sviðsljósinu. Við höfum einnig fórnað miklu. Ég hef fórnað ýmsu á stuttri ævi minni til að ná langt. Á bak við glysið er blóð, sviti og tár. Það er allt þess virði þegar maður upplifir þá tilfinningu að lyfta Evrópubikarnum."
Fyrst verður Liverpool að ryðja Chelsea úr vegi í undanúrslitunum og það verður ekki auðvelt verkefni: "Við vitum að Chelsea er með gott lið og þetta verða örugglega hnífjafnar viðureignir. Þetta verður spennandi g ég get vart beðið."
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum