Garcia hvetur sína menn
Luis Garcia er fjarri góðu gamni í kvöld þegar Liverpool leikur við Chelsea. Hann mun samt reyna að gera allt sem í sínu valdi stendur til að hjálpa liðsfélögum sínum að komast til Aþenu.
Ekki þarf að minnast á það hver það var sem skoraði markið sem tryggði Liverpool sæti í úrslitum árið 2005 en Garcia segist vera orðinn stuðningsmaður númer 1 og hefur horft á leiki í Kop stúkunni.
,,Ég hef verið frekar daufur og pirraður yfir því að þurfa að sitja uppí stúku og missa af mörgum stórleikjum."
,,Meistaradeildin er keppni sem allir vilja spila í. Það er sérstakt andrúmsloft í þessari keppni sem kallar fram góðar minningar. Það er erfitt að sætta sig við að spila ekki, en ég styð strákana eins og hver annar stuðningsmaður þegar ég horfi á þá spila."
,,Að komast í undanúrslit aftur eru verðlaun fyrir að hafa lagt hart að sér. Við fengum á okkur brotsjó um mitt tímabilið þegar við duttum útúr tveim bikarkeppnum. Allir voru gríðarlega vonsviknir en menn lögðu hart að sér og er nú að uppskera eins og til var sáð."
Garcia viðurkennir að hann horfir reglulega á myndbandsupptökur af sigrinum margfræga á Chelsea fyrir tveim árum síðan.
,,Markið sem ég skoraði árið 2005 kallar fram svo margar góðar minningar. Það var mjög mikilvægt. Fyrir mér fór boltinn augljóslega yfir línuna, einmitt þess vegna byrjaði ég strax að fagna."
,,Síðustu 10 mínúturnar voru mjög erfiðar. Ég sit stundum heima og hugsa um þessar síðustu mínútur og kveiki þá á sjónvarpinu til að rifja þær upp svo að ég muni aldrei gleyma þeim."
Af meiðslum Spánverjans litla er það að frétta að hann býst við því að geta byrjað að hlaupa í næstu viku og hefur endurhæfingin gengið vel.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!