| Sf. Gutt

Við getum þetta!

Jose Reina telur að Liverpool geti snúið blaðinu við frá því á Stamford Bridge í gærkvöldi og slegið Chelsea úr Meistaradeildinni í seinni leiknum á Anfield Road. Jose Reina telur að Liverpool geti snúið blaðinu við frá því á Stamford Bridge í gærkvöldi og slegið Chelsea úr Meistaradeildinni í seinni leiknum á Anfield. Jose átti stóran þátt í að enn er von.

"Sem betur fer eigum við enn á lífi í þessari baráttu og við getum mætt í seinni leikinn með trú á okkur. Við vissum að þetta yrði erfitt því við erum að spila gegn topp liði. Við lékum miklu betur í síðari hálfleik án þess þó að skapaokkur færi. Liðið var þá miklu sterkara og var meira með boltann. Við getum þó ekki leyft okkur að spila svona í seinni leiknum."

Jose varði tvívegis meistaralega frá Frank Lampard í gærkvöldi. Segja má að þær markvörslur hafi gefið Liverpool raunhæfa möguleika á að snúa dæminu við í seinni leiknum.

"Auðvitað hefði verið miklu verra að vera 2:0 undir en 1:0 en ef satt skal segja þá var ég bara að sinna mínu starfi. Skotið frá Frank Lampard í fyrri hálfleik var beint á mig. Sem betur fer þá var ég kyrr og boltinn fór í mig. Hin markvarslan var öðruvísi. Ég skutlaði mér hátt til vinstri. Það besta er að við erum enn á lífi í þessari viðureign og við sjáum hvað gerist í seinni leiknum."


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan