Mark spáir í spilin
Hvað gerir Liverpool í þessum leik sem kemur í miðja Englandsorrustuna við Chelsea? Leikmenn Liverpool verða líklega með hugann við seinni leikinn við Chelsea. Liðið hefur tryggt sér eitt af fjórum efstu sætunum í deildinni. Það er aðeins spurning um hvort liðið endar í þriðja eða fjórða sæti. Portsmouth er hins vegar í harðiri baráttu um að ná einu af sætunum sem gefa keppnisrétt í Evrópukeppni félagsliða á næstu leiktíð. Sem stendur er liðið í áttunda sæti og það dugar ekki. Lið í sætum fimm, sex og sjö fá Evrópusæti. Portsmouth getur hæglega náð einu af þeim með hagstæðum úrslitum í síðustu umferðum deildarinnar.
Liðsuppstilling Rafael Benítez vekur jafnan nokkra spennu. Spánverjinn er óútreiknanlegur í þeim efnum. Það verður þó sérlega athyglisvert að sjá hvaða leikmönnum Rafa teflir fram í þessum leik. Hvað menn mun hann hvíla fyrir seinni leikinn gegn Chelsea? Hvílir hann kannski enga leikmenn? Stillir hann hugsanlega upp sínum bestu mönnum? Það er vandi um að spá. Hann sagði þó eftir leikinn gegn Chelsea á miðvikudagskvöldið að hann ætli að tefla fram liði sem eigi að vinna sigur á laugardaginn. Það verður spennandi að sjá hvaða menn hann velur í það verk!
Portsmouth v Liverpool
Ég held að það er óhjákvæmilegt að Rafael Benítez muni umbylta liði Liverpool þegar haft er huga að seinni leikurinn í undanúrslitum Meistaradeildarinnar gegn Chelsea er á þriðjudaginn. Á tímabili virtist sem Portsmouth ætlaði að fylgja fordæmi Charlton frá því fyrir nokkrum árum. Það er að segja að ná 40 stigum og hætta svo bara. En liðið hefur verið að sækja sig og það er alltaf erfitt heim að sækja.
Úrskurður: Portsmouth v Liverpool 1:1.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni