Jan Kromkamp varð hollenskur meistari
Jan Kromkamp varð í dag hollenskur meistari þegar PSV vann hollensku deildina í lokaumferðinni sem var æsispennandi. PSV Eindhoven sem hefur gegnið brösuglega síðustu vikurnar vann í dag 5:1 sigur á Vitesse Arnhem. Síðasta mark liðsins dugði því til að vinna hollensku deildina þriðja árið í röð. Ajax fékk jafnmörg stig eftir 2:0 sigur á Willem II. Eitt mark í viðbót hefði tryggt Ajax titilinn. AZ Alkmar, sem Jan lék áður með, átti bestu möguleikana á að vinna titilinn fyrir síðustu umferðina en liðið tapaði 3:2 á útivelli fyrir Excelsior. Þetta er í 20. sinn sem PSV verður hollenskur meistari.
Jan Kromkamp, sem varð bikarmeistari með Liverpool á síðustu leiktíð, hóf leiktíðina með Liverpool og lék einn leik með liðinu áður en hann gekk til liðs við PSV Eindhoven. Hann hefur verið fastamaður í liði PSV á leiktíðinni. Liverpool og PSV Eindhoven léku fjórum sinnum saman á leiktíðinni. Fyrst í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og svo í átta liða úrslitum. Liverpool vann þrjá af leikjunum og einum lauk með jafntefli. Jan lék þrjá af leikjunum. Í dag finnst honum líklega að hann hafi gert rétt í að fara heim til Hollands. Það er spurning hvort hann fær bakþanka ef Liverpool kemst til Aþenu!
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni