Í hnotskurn
Fyrsta deildartapið frá því í byrjun mars. Finnski foringinn lék sinn fjögurhundraðasta leik með Liverpool. Þetta er leikur Liverpool og Portsmouth í hnotskurn.
- Fyrir leikinn var Alan Ball minnst. Hann var fyrst og síðast þekktur fyrir afek sín inni á vellinum en hann náði líka ágætum árangri sem framkvæmdastjóri. Hann stjórnaði meðal annars Portsmouth tvívegis og kom þeim einu sinni upp í efstu deild.
- Þetta vaf fyrsta tap Liverpool í deildinni frá því í byrjun mars.
- Aðeins fjórir leikmenn Liverpool, sem léku gegn Chelsea í Meistaradeildinni, hófu þennan leik.
- Argentínumaðurinn Emiliano Insua lék sinn fyrsta leik með aðalliði Liverpool.
- Fyrsta snerting hans í leik með Liverpool var með höndum. Hann snerti boltann fyrst þegar hann tók innkast!
- Jack Hobbs var í fyrsta sinn í aðalliðshóp Liverpool. Hann sat á varamannabekknum.
- Sami Hyypia lék sinn fjögurhundraðasta leik með Liverpool.
- Sami er nú 25. leikjahæsti leikmaður í sögu Liverpool.
- Sami skoraði sitt 29. mark í þessum tímamótaleik.
- Marokkómaðurinn Nabil El Zhar kom inn sem varamaður fyrir Liverpool undir lokin.
- Þetta var annar leikur hans á leiktíðinni. Sá fyrsti var líka gegn Portsmouth!
- Liverpool tókst ekki að vinna sigur á Portsmouth á þessari leiktíð. Liðin skildu jöfn án marka á Anfield Road.
- Djimi Traore lék gegn sínu gamla félagi. Fyrr á leiktíðinni lék hann gegn Liverpool með Charlton Athletic.
Jákvætt:-) Liverpool lék vel eftir leikhlé og hefði með smá heppni getað átt að ná jöfnu. Sami Hyypia fór fyrir sínum mönnum og lék af miklum krafti. Frumraun Emiliano Insua lofaði góðu.
Neikvætt:-( Hroðaleg mistök í vörn Liverpool færðu heimamönnum frumkvæðið. Vörnin var mjög óörugg í fyrri hálfleik. Gabriel Paletta á enn eftir að sýna að hann sé einn efnilegasti varnarmaður í Suður Ameríku.
Þrír bestu leikmenn Liverpool samkvæmt Liverpoolfc.tv:
1. Sami Hyypia. Fagnaði sínum 400. leik með Liverpool með því að skora mark. Hann var fyrirliði og gerði sitt besta til að hvetja félaga sína til dáða.
2. Robbie Fowler. Hann var snarpur og aðeins frábær markvarsla David James kom í veg fyrir að hann jafnaði undir lokin. Það var líka dæmt mark af honum í fyrri hálfleik. Hann afgreiddi það mark mjög vel en var dæmdur rangstæður.
3. Emiliano Insua. Frumraun þessa 18 ára stráks lofaði góðu. Emiliano hefur góðan vinstri fót. Hann var sókndjarfur í síðari hálfleik og studdi við sóknina með góðum árangri.
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum