Kop ætti að klappa fyrir mér !
Jose Mourinho er ekki mjög hógvær frekar en venjulega. Í viðtali í gær sagði hann að Kop stúkan ætti sérstaklega að klappa fyrir sér vegna þess að hann hefur sýnt Liverpool svo mikla virðingu.
Mourinho er viss um að kraftur stuðningsmanna Liverpool muni ekki hafa áhrif á sig eða sína menn í kvöld. Fyrir tveim árum síðan viðurkenndi hann hinsvegar að hann hefði fundið fyrir kraftinum á Anfield þegar lið hans var slegið út úr Meistaradeildinni.
,,Gott andrúmsloft er alltaf gott fyrir heimaliðið og getur verið mjög andstyggilegt fyrir hitt liðið," sagði Mourinho.
,,Hvort þetta hefur áhrif á leikmenn fer eftir persónuleika þeirra sjálfra en á þessu stigi getur ógnvænlegt andrúmsloft verið sérstök hvatning fyrir leikmenn með mikla reynslu. Ég býst ekki við því að Claude Makelele muni missa svefn yfir andrúmsloftinu sem verður á vellinum á morgun. Allir sem tengjast knattspyrnu vilja hafa góða stemmningu og stuðningsmenn Liverpool búa alltaf til mjög sérstaka stemmningu."
Sex leikmenn Chelsea, sem tóku þátt í leiknum árið 2005, munu líklega vera í byrjunarliðinu í kvöld. Mourinho bætti við: ,,Ég held að það sé ekki hægt að tala um að þeir leikmenn sem upplifðu leikinn fyrir tveim árum síðan séu með einhverskonar forskot á aðra."
,,Við erum að tala um reynda leikmenn, leikmenn sem hafa spilað fjölda leikja í Meistaradeildinni á þessu stigi. Kannski að John Obi Mikel sé sá eini sem ekki hefur spilað svona leik áður en hann sýndi mikinn þroska gegn Porto, Valencia og í fyrri leiknum gegn Liverpool."
Mourinho sagði eftir fyrri leikinn að hann teldi lið Liverpool ekki stórlið og liðið væri aðeins gott útsláttarlið. Þessi ummæli féllu í grýttan jarðveg hjá stuðningsmönnum Liverpool, svo ekki sé meira sagt. Á blaðamannafundi í gær sat Mourinho í herbergi fyllt af bikurum sem minna á glæsta sögu Liverpool og mátti þá heyra annan tón í portúgalska stjóranum.
,,Stuðningsmennirnir hljóta að vera ánægðir með ummæli mín. Í síðustu viku sagði ég að það væri ekki hægt að bera saman Liverpool og Chelsea vegna þess að Liverpool eiga sér glæsta sögu í Evrópukeppninni en ekki Chelsea. Vegna þessara ummæla ættu stuðningsmenn Liverpool að klappa fyrir mér á morgun."
,,Þetta er það sem mér finnst, ég ber mikla virðingu fyrir stórkostlegu félagi eins og Liverpool."
Andriy Shevchenko verður ekki með Chelsea í kvöld vegna meiðsla og líklega verður Salomon Kalou í byrjunarliðinu í hans stað en Kalou skoraði bæði mörk Chelsea gegn Bolton um helgina.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!