Spenna í loftinu
Það er óhætt að segja að spennan sé nú orðin magnþrungin í Liverpool. Reyndar er hún gríðarleg hvar sem stuðningsmenn Liverpool er að finna. Spennan er þó líklega mest í Liverpool þar sem stuðningsmenn Liverpool bíða eftir að byrjað verði að hleypa inn í Musterið . Hvatningarsöngvar eru líklega byrjaðir að hljóma allt í kringum Anfield Road. Það er sannarlega baráttuhugur í stuðningsmönnum Liverpool. Þeir stuðningsmenn Liverpool sem eiga miða á leikinn eru lánsamir. En þeir gætu líka bætt fjárhaginn ef þeir vildu. Miðar ganga á svartamarkaðinum á tugi ef ekki hundruði þúsunda. Líklega eru þó fáir sem vilja skipta á miða og peningum. Sumt er bara ekki hægt að meta til fjár!
Segja má að augu heimsbyggðarinnar beinist að Anfield Road í kvöld. Leiknum verður sjónvarpað til 185 landa og Knattspyrnusamband Evrópu áætlar að í kringum 60 milljónir manna um allan heim muni horfa á leikinn í sjónvarpi.
Verkalýðsdagurinn er rauður dagur og við vonum að sá litur ráði í Liverpool í kvöld. Það er engum blöðum um það að fletta að uppskriftin að einu magnaðasta Evrópukvöldi í sögu Liverpool er tilbúin. Nú er bara að bíða og sjá hvernig hún eldast. Rafael Benítes og samverkamenn hans eru búnir að leggja dag við nótt að undirbúa leikmennina. Leikmennirnir eru tilbúnir til að ganga á hólm við nýbakaðaða Englandsmeistarana. The Kop bíður eftir að fyllast af tryggum stuðningsmönnum Liverpool. Tólfti maðurinn er þess reiðubúinn að leggja alla krafta sína fram til að hjálpa leikmönnunum yfir erfiðan hjalla. Upp með fána og trefla! Nú verða allir að leggjast á eitt!
You´ll Never Walk Alone!!!!!
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni