Félagsmet hjá Carra!
Jamie Carragher setti nýtt félagsmet í hinum magnaða sigri gegn Chelsea. Enginn hefur nú leikið fleiri Evrópuleiki en Carra. Seinni undanúrslitaleikurinn við Chelsea var nítugasti Evrópuleikur Jamie með Liverpool. Jamie hefur skorað eitt mark í þessum níutíu leikjum.
Ian Callaghan átti gamla metið sem var áttatíu og níu leikir. Það setti hann á árunum 1964 til 1978. Ian lék fyrsta Evrópuleik sinn, sem var um leið fyrsti Evrópuleikur Liverpool, á Laugardalsvellinum þann 17. ágúst 1964 þegar Liverpool vann 5:0 sigur á K.R. Evrópuferli Ian lauk svo fjórtán árum síðar. Ian skoraði tíu mörk í Evrópuleikjum sínum. Ian vann fjóra Evróputitla. Hann varð Evrópumeistari 1977, vann Evrópukeppni félagsliða 1973 og 1976 og Stórbikar Evrópu 1977.
Jamie lék sinn fyrsta Evrópuleik þann 30. september 1997 þegar hann lék gegn Glasgow Celtic í Evrópukeppni félagsliða. Þetta var seinni leikur liðanna 2. umferð keppninnar. Leiknum lauk með jafntefli 0:0. Fyrri leiknum í Glasgow lauk 2:2 og Liverpool komst því áfram á útimörkunum. Evrópuferill Jamie mun telja áratug nú í haust.
Jamie hefur unnið fjóra Evróputitla. Hann varð Evrópumeistari 2005, vann Evrópukeppni félagsliða 2001 og Stórbikar Evrópu 2001 og 2005.
Jamie þokast jafnt og þétt um leikjalista Liverpool. Hann er nú kominn upp í sextánda sæti listans með 466 leiki. Ian Callaghan á félagsmetið sem er 857 leikir.
Hér má lesa meira um Evrópuleikjamet Jamie Carragher.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni