| Sf. Gutt

Hættulegir andstæðingar

Það verður endurtekið efni, frá vordögum 2005, þann 23. maí þegar Liverpool og AC Milan leika til úrslita um Evrópubikarinn. Víst er að ítalska liðið mun gera allt til að klekkja á Liverpool eftir hvernig fór í Istanbúl fyrir tveimur árum. Rafael Benítez telur líka að AC Milan sé hættulegur andstæðingur. Hann segir að Liverpool hafi sterkari liði á skipa en árið 2005 þegar liðin léku til úrslita en hann heldur að Milan sé líka með betra lið en þá.

"Það er ljóst að við þurfum að leika gegn liði sem hefur góða leikmenn með frábært viðhorf innan sinna raða. Maður sá vel í gærkvöldi hversu hart þeir lögðu að sér. Þeir vilja vinna Meistaradeildina fyrir alla muni og við verðum að fara varlega vegna þess sem gerðist fyrir tveimur árum. Þeir eru hættulegir andstæðingar fyrir okkur.

Við skemmtum okkur á þriðjudaginn. Það er allt að baki og núna verðum við að einbeita okkur að úrslitaleiknum. Núna hefst erfið vinna fyrir leikmennina. Úrslitaleikurinn er ekki í dag. Hann fer ekki fram fyrr en eftir nokkrar vikur en frá og með þessari stundu verðum við að hefja undirbúning okkar.

Sumt fólk heldur kannski að vegna þess að við unnum keppnina fyrir tveimur árum og af því að við unnum Chelsea aftur þá munum við endurtaka leikinn. Þetta er ekki rétt hugsun. Maður vinnur ekki neinn titil með því að vinna undanúrslit. Núna skiptir öllu að spila vel í úrslitaleiknum.

Lið þeirra er með valinn mann í hverju rúmi. Vörnin er sterk og þeir hafa prýðilega sóknarmenn. Gattuso og Kaka eru líka tveir af bestu leikmönnum í heimi. Þetta er lið sem við munum sýna mikla virðingu. Ég hef oft sagt að við höfum sterkara liði á að skipa en fyrir tveimur árum en ég held líka að Milan sé með betra lið en þegar við lékum síðast gegn þeim."

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan