Mark spáir í spilin
Eftir hinn magnaða sigur á Chelsea á þriðjudagskvöldið er komið að næst síðasta deildarleik leiktíðarinnar. Aþenufararnir halda suður í höfuðstaðinn til að leika við Fulham. Þar á bæ ríður falldraugurinn húsum og því er mikið í húfi hjá heimamönnum að ná sigri í leiknum. Það hefur farið líkt hjá Fulham og Wigan síðustu vikurnar að liðin, sem voru þokkalega stödd, hafa sogast niður að botni deildarinnar án þess að nokkrum vörnum væri við komið. Nokkur af liðunum sem voru fyrir neðan þau hafa heldur braggast þannig að staðan er orðin varhugaverð. Liverpool á eftir að leika gegn Fulham og Charlton. Nú eru stjórar annarra fallbaráttuliða farnir að hafa áhyggjur af því að leikmenn Liverpool muni taka það rólega í síðustu tveimur leikjunum og hvíla sig fyrir Aþenuferðina. Úr herbúðum Liverpool heyrast þær raddir að menn þurfi líklega að sýna hvað í þeim býr til að auka möguleikana á að taka þátt í úrslitaleiknum við AC Milan.
Liverpool er enn í þriðja sæti deildarinnar og vonandi nær liðið að verja það sæti. Arsenal er aðeins einu stigi á eftir. Því miður getur Liverpool ekki komist ofar í deildinni á þessari leiktíð. Það má öllum ljóst vera að næsta vor verður Liverpool að eiga möguleika á enska meistaratitlinum þegar komið verður fram á vordaga. Annað dugar ekki. Það er stórkostlegt afrek að hafa náð að komast í úrslitaleikinn um Evrópubikarinn. Liverpool gæti meira að segja hafið næstu leiktíð sem Evrópumeistarar í annað sinn á þremur árum. Samt þarf liðið að bæta sig. Enski meistaratitillinn er búinn að vera alltof lengi á þvælingi frá Liverpool borg.
Fulham v Liverpool
Ég hef trú á því að Rafael Benítez muni hvíla nokkra leikmenn sína eftir orrustuna í Meistaradeildinni á þriðjudaginn þegar Liverpool lagði Chelsea að velli. Ekki spyrja mig hvaða mönnum er líklegt að hann tefli fram! Þó að Liverpool hvíli menn þó tel ég að þessi leikur verði erfið prófraun fyrir Fulham sem er að reyna að krækja í einhver stig. Ég held að liðið merji jafntefli í þessum leik. Ef liðið kemur til með að sleppa við fall þá held ég að þeir sleppi vegna úrslita liðanna sem eru í kringum það frekar en að liðið sjálft sýni nóg.
Úrskurður: Fulham v Liverpool. 1:1.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!