Pongolle seldur
Recreativo Huelva hefur gengið frá kaupunum á Florent Sinama-Pongolle samkvæmt opinberri vefsíðu spænska félagsins.
Pongolle hefur verið á lánssamningi hjá Recreativo allt þetta tímabil og staðið sig með stakri prýði. Hann hefur skorað 11 mörk á tímabilinu og átt stóran þátt í því að liðið er nú í harðri baráttu um sæti í UEFA bikarnum á næsta tímabili. Í lánssamningnum var klásúla þess efnis að Recreativo gætu nýtt sér forkaupsrétt á Pongolle og keypt hann á 2,7 milljónir punda.
Formaður Recreativo Huelva sagði af þessu tilefni: ,,Dagurinn í dag er gleðidagur fyrir alla sem tengjast Recreativo, við höfum allir beðið eftir þeirri stundu er Sinama verður orðinn fullgildur leikmaður hjá félaginu. Við höfum tryggt okkur krafta hans með því að hafa átt ein mikilvægustu viðskipti sem þetta félag hefur átt í 118 ára sögu þess."
Pongolle hafði þetta að segja þegar hann skrifaði undir: ,,Ég vil þakka félaginu og stuðningsmönnunum fyrir þá velvild sem þeir hafa sýnt mér síðan ég kom hingað."
Við óskum Pongolle alls hins besta í framtíðinni og þökkum honum fyrir góðar stundir í treyju Liverpool. Hann átti sinn þátt í velgengni félagsins, t.d. með marki á móti Olympiakos í Meistaradeildinni árið 2004 og tvö mörk hans gegn Luton í 3. umferð FA Bikarsins árið 2006 voru mikilvæg.
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!