Dudek kveður í sumar
Jerzy Dudek segist hugsa til þess með tárin í augunum þegar hann kveður Liverpool síðar í þessum mánuði:
"Ég verð að segja bless við 40.000 manns þannig að það gæti tekið sinn tíma. Það væri frábært að leika síðasta deildarleikinn gegn Charlton. Ég vil ganga allan hringinn á vellinum og njóta andrúmsloftsins. Ég gæti heyrt aðdáendurna syngja einu sinni í viðbót. Ég veit ekki hvort það sé möguleiki að stjórinn velji mig í liðið. Ég vil bara kveðja almennilega. Ef ég verð ekki í liðinu er alveg ljóst að ég verð síðasti maðurinn sem fer útaf vellinum eftir leikinn gegn Charlton."
Dudek er nauðugur einn kostur að yfirgefa félagið. Hann hefði verið sáttur við að vera í skugganum af Pepe þar til hann komst að því að hann var ekki valinn í landsliðshóp Póllands í síðustu heimsmeistarakeppni:
"Ég var með Sky Sports News í gangi heima hjá mér þegar ég sá nýja frétt líða yfir skjáinn: "Jerzy Dudek mun ekki spila á HM", ég fraus. Ég hélt að þetta væri bara eitthvað spaug hjá pólska landsliðsþjálfaranum en svo komst ég að því að hann valdi ekki heldur besta framherjann okkar og tvo aðra reynslubolta. Það breyttist eitthvað innra með mér eftir þetta og ég vissi að ég yrði að fara til annars liðs þar sem ég myndi spila reglulega.
Ég hélt kyrru fyrir á þessu tímabili því Scott Carson var lánaður til Charlton og hagur liðsins var meiri en minn eiginn. Nú fer ég í sumar. Samningur minn er útrunninn og ég verð að spila reglulega. Mig hungrar í að spila og sætta mig við vonbrigðin yfir því að missa af HM. Ég mun ekki finna betra félag en Liverpool. Ég elska borgina og félagið. Ég sagði Rafa að ef ég hefði farið á HM myndi ég vera hér að eilífu."
Það er ljóst að Jerzy Dudek mun ætið verða minnst í sögubókum Liverpool sem goðsagnar fyrir hetjudáðir sínar í Istanbul og verður sannarlega sjónarsviptir af þessum einstaka markverði.
-
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald! -
| Sf. Gutt
Jarell Quansah ekki meiddur -
| Sf. Gutt
Farinn heim -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið frá í haust -
| Heimir Eyvindarson
Er Arne Slot Bob Paisley 21.aldarinnar? -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin