Reina meiddur á öxl
Það alvarlegasta við tapleikinn gegn Fulham á laugardaginn var ekki tapið sjálft heldur sú staðreynd að nokkrir leikmenn meiddust í leiknum. Pepe Reina meiddist á öxl og kemur það í ljós í dag hversu alvarleg meiðslin eru.
Reina fór í úthlaup í fyrri hálfleik sem endaði með samstuði við Brian McBride, sóknarmann Fulham, og við það meiddist Reina á öxl. Hann kláraði leikinn en hinsvegar fann hann fyrir þónokkrum óþægindum eftir samstuðið.
Momo Sissoko meiddist á hné eftir að hafa fengið högg á það og verða meiðslin skoðuð nánar í dag. Alvaro Arbeloa meiddist á ökkla og Xabi Alonso var skallaður nokkuð harkalega af Michael Brown en talið er að meiðsli þessara leikmanna, fyrir utan Reina, séu ekki mjög alvarlegs eðlis.
Ljósið í myrkrinu var þó endurkoma Harry Kewell sem kom inná sem varamaður á 77. mínútu leiksins og átti hann mjög góða innkomu. Kewell hefur ekki sparkað bolta fyrir Liverpool síðan honum var skipt útaf gegn West Ham í úrslitum FA Bikarsins fyrir tæpu ári síðan.
Rafael Benítez skorar á Kewell að sýna sig og sanna og hafa áhrif á val sitt á byrjunarliði í úrslitaleiknum gegn AC Milan þann 23. maí. Eins og menn muna var Kewell skipt útaf í fyrri hálfleik í þeim leik og mátti heyra stuðningsmenn Liverpool púa á hann þegar hann gekk útaf vellinum.
,,Það var mögulegt fyrir mig að sjá Harry spila aftur, við munum sjá til með það hvort hann komi til með að taka þátt í leikjunum sem eftir eru og kannski á hann möguleika á því að spila í úrslitaleiknum. Ef hann spilar vel í þessari viku á æfingum og um næstu helgi þá á hann möguleika á því að spila. Hann hefur tímann með sér."
,,Við verðum að prófa hann. Andlega þarf hann virkilega á því að halda að spila, hann þarf að tækla, spretta og koma til baka. Það er oft snemmt að segja til um það hvort hann verði í byrjunarliði. Hann gæti byrjað næsta sunnudag (gegn Charlton) en það fer eftir því hvernig hann æfir í þessari viku."
Kewell var ekki eini leikmaðurinn sem skipt var útaf snemma í úrslitaleiknum gegn AC Milan árið 2005. Steve Finnan var skipt útaf í hálfleik eftir að hafa meiðst lítillega á fæti. Finnan fékk hlýlegar móttökur á Craven Cottage á laugardaginn þegar hann kom inná frá stuðningsmönnum Fulham.
Finnan telur að endurkoma Kewell veiti mönnum góðan innblástur fyrir leikinn gegn AC Milan: ,,Ég veit ekki hvort Harry bjóst við því að spila aftur á þessu tímabili en það er gott að hann kom inná og náði að spila í nokkrar mínútur. Það er frábært því hann hefur verið svo lengi frá, þetta er eins og að vera með nýjan leikmann. Hann gæti tekið þátt í úrslitaleiknum."
,,Tímabilið hefur verið honum erfitt, hann hefur farið í svo margar aðgerðir og hann hefur þurft að einbeita sér að því að ná sér að fullu. Sennilega er aðaltakmarkið hjá honum að vera tilbúinn fyrir undirbúningstímabilið og ná sér 100% klárum fyrir næsta tímabil. Ef hann getur spilað nokkra leiki áður þá er það allt gott og blessað. Hann gefur okkur jafnvægi vinstra megin og eykur samkeppni um stöður. Hann getur einnig spilað hægra megin og frammi."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!