Engin ferð til Aþenu
Þegar ljóst var að Liverpool FC myndi spila til úrslita í Meistaradeildinni hefur fyrirspurnum til klúbbsins varðandi með miða á leikinn verið að rigna inn til okkar.
Liverpool FC hefur verið úthlutað 17.000 miðum og verða þeir allir seldir til ársmiðahafa. Hafa ber í huga að ársmiðafjöldinn hjá okkur er um 24.000 þannig að það eru margir sem fá ekki miða á leikinn.
Liverpool FC hefur verið í viðræðum við UEFA um að fá fleiri miða en því hefur verið hafnað af UEFA. Talið var að Milan ætlaði jafnvel að skila inn miðum og var það kannað ef svo væri hvort Liverpool FC gæti fengið þá miða en svarið var nei.
Það er ekki mikið framboð af miðum á leikinn og eitt er víst að svartamarkaðsverðið er nú þegar orðið mjög hátt. Langt yfir skynsamlegum mörkum.
Við erum auðvitað búnir að vera í sambandi við Liverpool FC og okkar tengla. Niðurstaðan er sú að Liverpoolklúbburinn á Íslandi mun ekki standa fyrir ferð á úrslitaleikinn í Meistaradeildinni í Aþenu nú þann 23. maí.
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna