Mark Gonzalez vonast eftir hlutverki í úrslitaleiknum
Hinn efnilegi vængmaður Mark Gonzalez hefur átt ágætis tímabil hjá Liverpool, sem er jafnframt hans fyrsta í ensku Úrvalsdeildinni. Hann vonast eftir því að geta toppað tímabilið algjörlega og vera fyrsti Chile-búinn til að leika í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þegar Liverpool mætir Milan í Aþenu.
"Ég er mjög ánægður með að við skyldum hafa unnið Chelsea, vegna þess að við komumst í úrslitin. Þótt ég léki ekki í leiknum þá er ég mjög stoltur af því að hafa verið valinn á varamannabekkinn. Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt á ævinni, að komast í úrslitaleik er eins og að vinna titil. Þetta var ánægjulegasta atvik ferils míns.
Ég er sáttur því það er ekki auðvelt að vera hjá Liverpool. Þetta er fyrsta tímabilið mitt á Englandi og ég er að venjast allt annari gerð af knattspyrnunni."
Eftir endurkomu Harry Kewell er kominn aukin barátta um vinstri kanntinn og Rafa hefur ekki útilokað þann möguleika að nota Harry Kewell í úrslitaleiknum svo Gonzalez verður að standa sig á næstu dögum ætli hann sér að spila í leiknum.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni