| Ólafur Haukur Tómasson
TIL BAKA
Keppnin um stöður í úrslitaleiknum er hafin!
Eftir tapleikinn gegn Fulham á Craven Cottage síðastliðin laugardag þá á liðið bara einn leik eftir í deildinni fyrir úrslitaleikinn í Meistaradeildinni og írski landsliðsbakvörðurinn Steve Finnan segir að nú þurfi allir leikmenn liðsins að sýna sig og heilla Rafa áður en hann velur átján manna hóp sinn sem spilar í úrslitaleiknum.
"Það er enginn vafi á því að við erum byrjaðir að hugsa um úrslitaleikinn. Þetta er frábær keppni og uppbyggingin fyrir leikinn er nú þegar byrjuð. Við verðum að halda áfram að leggja hart að okkur á æfingum og í leikjum. Það styttist í þetta og þetta verður frábær tími.
Menn eru að setja miklu meiri alvöru í æfingarnar en áður til að heilla stjórann. Við höfum stórt lið svo vitaskuld verða einhverjir vonsviknir við að verða ekki valdir í liðið. Æfingarnar hafa bæst til muna. Lokaleikurinn við Charlton er gott tækifæri til að heilla hann enn meira."
Hann er einnig mjög ánægður með spilamennsku Argentísku leikmannana, Gabriel Paletta og Emiliano Insua, og hrósar þeim fyrir að koma með jákvæða viðbót í liðið. Hann var mjög sáttur með góða frammistöðu þeirra í tveimur erfiðum útileikjum gegn Portsmouth og Fulham, og telur að þeir geti báðir hlakkað til að taka þátt í því á næsta ári þegar liðið stefnir á heiður næsta tímabil og næstu ár.
"Þeir stóðu sig báðir mjög vel gegn Fulham, einkum vegna þess að það er erfitt að koma inní lið sem hefur verið breytt svona mikið. Það voru sjö eða átta breytingar í leikjunum og þeir náðu að aðlagast því vel.
Insua er ungur leikmaður sem fáir vita eitthvað um en Paletta hefur spilað aðeins meira. Það er mikilvægt fyrir þá að koma inn núna og fá reynslu því þá er hægt að nota þá mun meira.
Á næsta tímabili stefnum við á að berjast um alla titla sem við eigum möguleika á og þeir geta séð fram á það að þeir muni vera hluti af því og spila fleiri leiki."
Framtíðin virðist vera björt hjá þessum tveimur strákum og hefur Liverpool einn annan mjög góðan ungan Argentínumann að nafni Javier Mascherano, ásamt því að Liverpool gengu í janúar frá kaupunum á öðrum ungum Argentínskum leikmanni að nafni Sebastian Leto sem kemur til félagsins í sumar.
"Það er enginn vafi á því að við erum byrjaðir að hugsa um úrslitaleikinn. Þetta er frábær keppni og uppbyggingin fyrir leikinn er nú þegar byrjuð. Við verðum að halda áfram að leggja hart að okkur á æfingum og í leikjum. Það styttist í þetta og þetta verður frábær tími.
Menn eru að setja miklu meiri alvöru í æfingarnar en áður til að heilla stjórann. Við höfum stórt lið svo vitaskuld verða einhverjir vonsviknir við að verða ekki valdir í liðið. Æfingarnar hafa bæst til muna. Lokaleikurinn við Charlton er gott tækifæri til að heilla hann enn meira."
Hann er einnig mjög ánægður með spilamennsku Argentísku leikmannana, Gabriel Paletta og Emiliano Insua, og hrósar þeim fyrir að koma með jákvæða viðbót í liðið. Hann var mjög sáttur með góða frammistöðu þeirra í tveimur erfiðum útileikjum gegn Portsmouth og Fulham, og telur að þeir geti báðir hlakkað til að taka þátt í því á næsta ári þegar liðið stefnir á heiður næsta tímabil og næstu ár.
"Þeir stóðu sig báðir mjög vel gegn Fulham, einkum vegna þess að það er erfitt að koma inní lið sem hefur verið breytt svona mikið. Það voru sjö eða átta breytingar í leikjunum og þeir náðu að aðlagast því vel.
Insua er ungur leikmaður sem fáir vita eitthvað um en Paletta hefur spilað aðeins meira. Það er mikilvægt fyrir þá að koma inn núna og fá reynslu því þá er hægt að nota þá mun meira.
Á næsta tímabili stefnum við á að berjast um alla titla sem við eigum möguleika á og þeir geta séð fram á það að þeir muni vera hluti af því og spila fleiri leiki."
Framtíðin virðist vera björt hjá þessum tveimur strákum og hefur Liverpool einn annan mjög góðan ungan Argentínumann að nafni Javier Mascherano, ásamt því að Liverpool gengu í janúar frá kaupunum á öðrum ungum Argentínskum leikmanni að nafni Sebastian Leto sem kemur til félagsins í sumar.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan