Gríðarlegur áhugi!
Eins og skiljanlegt er þá er gríðarlegur áhugi meðal stuðningsmanna Liverpool á að fá miða á úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Það er þó hægara sagt er gert að fá miða á leikinn. Knattspyrnusamband Evrópu hefur úthlutað Liverpool og AC Milan 16.779 miðum. Ljóst er að sá fjöldi dugar hvergi nærri til að anna eftirspurn hjá stuðningsmönnum Liverpool. AC Milan seldi ekki alla sína miða fyrir tveimur árum og svo mun líka vera reyndin núna. Það er spurning hvert þeir miðar fara. Þeir miðar sem Liverpool fær fara nú til ársmiðahafa sem hafa sótt flesta Evrópukleiki liðsins á þessari leitkíð.
Ólympíuleikvangurinn í Aþenu tekur 69.000 áhorfendur og þá má spyrja hverjir fá alla hina miðana þegar félögin hafa fengið þá tæplega 34.000 miða sem koma í þeirra hlut. Svarið við þeirri spurningu er ekki einfalt en trúlega fá styrktaraðilar og ýmsir sem tengjast Knattspyrnusambandi Evrópu stærstan skerfin. Hermt er að um 20.000 miðar séu fráteknir fyrir Knattspyrnusamband Evrópu. Einhverjir miðar voru seldir í opinni sölu fyrr á árinu löngu áður en vitað var hvaða lið komust í úrslit. Þetta fyrirkomulag hefur verið að ryðja sér til rúms síðustu árin og víst gremmst hinum almenna stuðningsmanni að geta ekki fengið miða eftir að hafa fylgt liðinu sínu hvert á land sem er.
Stuðningsmenn Liverpool hafa alltaf verið duglegir að næla sér í miða fyrir stórleiki. Á Ataturkleikvanginum, fyrir tveimur árum, voru 65.000 áhorfendur. Þá fékk Liverpool álíka marga miða en samt er talið að milli fjörutíu og fimmtíu þúsund stuðningsmennn hafi verið á leiknum. Það kæmi manni ekki á óvart að stuðningsmenn Liverpool verði mjög fjölmennir á áhorfendastæðunum í Aþenu. Það á þó eftir að koma í ljós hversu margir ná að næla sér í miða á leikinn góða!
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!