Völlurinn í Aþenu ekki byggður fyrir fótbolta
Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) hefur viðurkennt að Ólympíuleikvangurinn í Aþenu hafi ekki verið byggður með áhorf á knattspyrnu í huga. Dæmi um þetta er að fremstu raðirnar á vellinum verða auðar vegna þess að auglýsingaskilti byrgja áhorfendum sýn.
Mikið hefur verið rætt og ritað um miðaúthlutun í Liverpool undanfarna daga en Liverpool fær aðeins 17.000 miða fyrir stuðningsmenn sína á völl sem tekur 63.000 manns í sæti. Stuðningsmenn félagsins eru vægast sagt æfir yfir þessu fyrirkomulagi og nú hefur Knattspyrnusamband Evrópu viðurkennt að völlurinn sé óhentugur vettfangur fyrir leik af þessari stærðargráðu.
Rob Faulkner, yfirmaður samskiptamála, staðfesti að um 6.000 sæti verða auð vegna þess að auglýsingaskilti valdi því að þeir áhorfendur, sem sitja í fremstu röðunum, sjá ekki það sem fram fer á vellinum.
,,Leikvangurinn var ekki byggður fyrir fótbolta," sagði Faulkner. Leikvangurinn var byggður fyrir Ólympíuleikana í Aþenu árið 2004 og þá með frjálsíþróttir í huga. ,,Hann (leikvangurinn) er góður fyrir frjálsíþróttir, en hvað varðar úrslitaleikinn í Meistaradeildinni þá er það önnur saga."
Starfsmaður UEFA sagði einnig: ,,Leikvangurinn var byggður fyrir aðeins nokkrum árum síðan, og hlutir sem tengjast fótbolta voru einfaldlega ekki teknir með í reikninginn. Við þurfum næstum því að endurbyggja hluta af leikvanginum."
Knattspyrnusamband Evrópu sagði við staðarblaðið Liverpool Echo að Liverpool hefði ,,gert vel" í því að fá 17.000 miða og Faulkner staðfesti það.
Hann sagði að 9.000 miðar hefðu verið seldir í febrúar og markmiðið með því hefði verið að gera gestgjöfunum hátt undir höfði.
Hann sagði: ,,Leikurinn er í Grikklandi og Grikkir eru stoltir af því að hýsa úrslitaleikinn. Það er fólk í Grikklandi sem vill sjá stór félög eins og Liverpool og AC Milan. Við erum að reyna að gera öllum jafn hátt undir höfði en það er ómögulegt að koma til móts við alla þá sem vilja fá miða."
Enn eitt atriðið sem stuðningsmenn Liverpool hafa bent á er að aðeins 16 sæti fyrir fatlaða hefur verið úthlutað til félagsins en Faulkner segir að þessi tala sé reiknuð út frá fyrri miðaúthlutunum.
,,Við byggjum á fyrri reynslu, ef að félag hefur samband og segist þurfa fleiri miða fyrir fatlaða þá reynum við að mæta þeim kröfum."
-
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga!