Í hnotskurn
Rauður dagur! Líkt og fyrir tveimur árum náði Liverpool að komast í úrslit Meistaradeildarinnar eftir sigur á Chelsea. Það veit vonandi á gott! Þetta er leikur Liverpool og Chelsea í hnotskurn.
- Liverpool hefur unnið Evrópubikarinn fimm sinnum. Það gerðist árin 1977, 1978, 1981, 1984 og 2005.
Rauður dagur! Líkt og fyrir tveimur árum náði Liverpool að komast í úrslit Meistaradeildarinnar eftir sigur á Chelsea. Það veit vonandi á gott! Þetta er leikur Liverpool og Chelsea í hnotskurn.
- Liverpool hefur unnið Evrópubikarinn fimm sinnum. Það gerðist árin 1977, 1978, 1981, 1984 og 2005.
- Liverpool tryggði sér sæti í úrslitum Evrópubikarsins í sjöunda sinn.
- Þetta var í áttunda sinn sem Liverpool hefur leikið í undanúrslitum Evrópubikarsins. Chelsea var að leika í undanúrslitum í þriðja sinn.
- Þetta var í fjórtánda sinn sem Liverpool spilar í undanúrslitum í Evrópukeppni.
- Daniel Agger skoraði fjórða mark sitt á leiktíðinni.
- Þetta var fyrsta Evrópumark hans fyrir Liverpool.
- Jamie Carragher setti félagsmet þegar hann lék sinn nítugasta Evrópuleik.
- Ian Callaghan átti gamla metið sem var 89 leikir.
- Jermaine Pennant lék 50. leik sinn með Liverpool.
- Þriðju umferðina í röð lék Bolo Zenden gegn liði sem hann lék áður með. Hann lék líka með Barcelona og PSV Eindhoven.
- Fyrir þennan leik höfðu liðin spilað fjórum sinnum saman á þessari leiktíð. Fyrst mættust liðin um miðjan ágúst á Árþúsundaleikvanginum í Cardiff í einvígi um Samfélagsskjöldinn. Liverpool vann þann leik 2:1. Næst mættust liðin rúmum mánuði seinna í deildinni á Stamford Bridge. Chelsea herjaði þar fram 1:0 sigur. Liðin léku svo í deildinni á Anfield Road í janúar. Liverpool vann þá öruggan sigur 2:0. Chelsea vann svo fyrri leikinn í undanúrslitunum á Stamford Bridge 1:0.
- Þetta var fimmtánda rimma Liverpool og Chelsea á síðustu þremur leiktíðum. Liðin hafa, í þessum rimmum, leikið saman í öllum keppnum á Englandi auk leikja í Meistaradeildinni.
- Þetta var fimmti sigur Liverpool í þessum fimmtán leikjum.
- Þetta var fyrsta tap Chelsea frá því liðið tapaði 2:0 fyrir Liverpool á Anfield Road í janúar! Liðið hafði leikið 23 leiki án taps fyrir þennan.
- Liverpool og Chelsea léku saman í Evrópukeppni þriðju leiktíðina í röð.
- Liðin mættust í undanúrslitum Meistaradeildarinnar fyrir tveimur árum og á síðustu leiktíð spiluðu liðin saman í riðli í keppninni.
- Liverpool hefur aldrei áður leikið gegn sama liðinu þrjár leiktíðir í röð í Evrópukeppni.
- Þetta var í fjórða sinn sem Liverpool og Chelsea leika saman í undanúrslitum á stórmóti. Liverpool hefur alltaf komist áfram.
- Hingað til hefur Liverpool alltaf unnið úrslitaleikinn sem fylgt hefur í kjölfarið á sigri á Chelsea í undanúrslitum. Liðið vann F.A. bikarinn 1965 og 2006 og svo Evrópubikarinn 2005. Vonandi heldur þessi uppskrift áfram að gefast vel!
- Þetta var í fyrsta sinn sem undanúrslitarimma í Meistaradeildinni ræðst í vítaspyrnukeppni.
- Þetta var í annað sinn sem vítapsyrnukeppni hefur farið fram á Anfield Road. Í fyrra sinnið vann Liverpool Birmingham City 2:0 í F.A. bikarnum leiktíðina 1994/95.
- Þeir Boudewijn Zenden og Dirk Kuyt tóku vítaspyrnur í fyrsta sinn fyrir Liverpool.
- Steven Gerrard tók vítaspyrnu í annað sinn í vítaspyrnukeppni fyrir Liverpool. Hann skoraði líka í Cardiff í fyrra þegar Liverpool vann F.A. bikarinn.
- Xabi Alonso tók í fyrsta sinn þátt í vítaspyrnukeppni með Liverpool.
- Rafael Benítez hefur nú komið Liverpool í sjö úrslitaleiki á stjórnartíð sinni. Liverpool hefur unnið Meistaradeildina, Stórbikar Evrópu, F.A. bikarinn og Samfélagsskjöldinn en tapað Deildarbikarúrslitaleik og úrslitaleiknum um Heimsmeistarakeppni félagsliða.
Jákvætt:-) Liverpool vann og komst í úrslitaleikinn um Evrópubikarinn í annað sinn á þremur árum. Enn einu sinni skapaðist mögnuð kvöldstund á Anfield Road þar sem allir innan vallar sem utan lögðust á eitt til að ná settu marki. Áhorfendur voru frábærir og leikmenn Liverpool lögðu sig alla fram. Sett mark náðist! Fullkominn kvöldstund!
Neikvætt:-( Leikurinn átti ekki að þurfa að fara í vítaspyrnukeppni því löglegt mark var dæmt af Liverpool. Að öðru var ekki hægt að finna að á þessu magnþrungna kvöldi!
Þrír bestu leikmenn Liverpool samkvæmt Liverpoolfc.tv:
1. Jamie Carragher. Hann var alveg stórkostlegur í hjarta varnar Liverpool. Að auki var hann uppspretta hvatningar fyrir félaga sína.
2. Pepe Reina. Hann varð aftur kóngurinn í vítaspyrnukeppni.
3. Javier Mascherano. Átti framúrskarandi leik á miðjunni. Þar átti hann margar frábærar tæklingar og braut sóknir á bak aftur hjvað eftir annað. Hann gaf Chelsea aldrei stundlegan frið.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni